Alexandra gengur til liðs við Breiðablik

Knattspyrnudeild Hauka og Breiðablik hafa komist að samkomulagi þess efnis að Alexandra Jóhannsdóttir gangi til liðs við Breiðablik.

Alexandra, sem er 17 ára gömul, lék 41 leik með meistaraflokki kvenna og skoraði hún átta mörk.  Þá á hún á að baki 29 leiki með U17 og U19 ára landsliði Íslands. Þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára þá hefur hún verið fyrirliði í U19 ára landsliðinu undanfarið.

Knattspyrnudeild Hauka óskar Alexöndru alls hins besta í framtíðinni og vitum við Hauka-fólk að hún á eftir að standa sig vel með Breiðablik og landsliðinu í framtíðinni.

Fram kemur á Blikar.is: ,,Við Blikar viljum nota tækifærið og þakka Haukum sérstaklega fyrir lipurð og skilning í tengslum við þessi vistaskipti þar sem sameiginlegir hagsmunir félaganna og leikmannsins voru hafðir að leiðarljósi og ljóst að samstarf félaganna mun í framhaldi af þessu eflast til framtíðar.“  Knattspyrnudeild Hauka tekur í sama streng.

Ljósm. Breiðablik