Actavismóti 5.flokks lokið

Nú er Actavismóti Hauka í 5.flokki karla lokið. Í dag, sunnudag, var leikið í milliriðlum og um sæti.

Mótið heppnaðist mjög vel, allar tímaáætlanir stóðust vel og skemmtu sér allir vel.

Í A liðum léku í dag KA, HK, ÍR, UMFA, FH, Fram, Haukar og Grótta í milliriðlum. Milliriðil 1 sigraði UMFA, ÍR hafnaði í 2. sæti, KA í 3. sæti og HK í 4. sæti. Í milliriðli 2 sigraði FH, Haukar hafnaði í 2. sæti, Grótta í 3. sæti og Fram í 4. sæti.
Um 7. sætið léku HK og Fram. Leikurinn endaði með 23-20 sigri HK.
Um 5. sætið léku KA og Grótta. Leikurinn endaði með 18-16 sigri KA.
Um bronsið léku ÍR og Haukar. Leikurinn endaði með 20-14 sigri Hauka.
Til úrslita léku UMFA og FH. Leikurinn endaði með 14-9 sigri FH.

Í B liðum léku í dag Haukar, Ármann/Þróttur, KA, ÍR, FH, HK, Grótta og Stjarnan í milliriðlum. Milliriðil 1 sigraði Haukar, KA hafnaði í 2. sæti, ÍR í 3. sæti og Ármann/Þróttur í 4. sæti. Í milliriðli 2 sigraði Grótta, Stjarnan hafnaði í 2. sæti, FH í 3. sæti og HK í 4. sæti.
Um 7. sætið léku Ármann/Þróttur og HK. Leikurinn endaði með 11-8 sigri Ármanns/Þrótts.
Um 5. sætið léku ÍR og FH. Leikurinn endaði með 8-9 sigri FH.
Um bronsið léku KA og Stjarnan. Leikurinn endaði með 14-10 sigri Stjörnunnar.
Til úrslita léku Haukar og Grótta. Leikurinn endaði með 13-10 sigri Gróttu.

Í C liðum léku í dag Grótta 2, Ármann/Þróttur, FH 2, HK, Grótta 1, Selfoss, FH 1 og KA. í milliriðlum. Milliriðil 1 sigraði Grótta 2, FH 2 hafnaði í 2. sæti, HK í 3. sæti og Ármann/Þróttur í 4. sæti. Í milliriðli 2 sigraði FH 1, Grótta 1 hafnaði í 2. sæti, KA í 3. sæti og Selfoss í 4. sæti.
Um 7. sætið léku Ármann/Þróttur og Selfoss. Leikurinn endaði með 7-8 sigri Selfosss.
Um 5. sætið léku HK og KA. Leikurinn endaði með 13-9 sigri KA.
Um bronsið léku FH 2 og Grótta 1. Leikurinn endaði með 13-12 sigri FH 2.
Til úrslita léku Grótta 2 og FH 1. Leikurinn endaði með 10-10 jafntefli. Leikurinn var framlengdur og ekkert var skorað þar og varð því að varpa hlutkesti. Það endaði með því að FH 1 vann það. FH 1 vann því leikinn.

Úrslitin voru því svona:

A lið:
1. sæti: FH
2. sæti: UMFA
3. sæti: Haukar
4. sæti: ÍR
5. sæti: KA
6. sæti: Grótta
7. sæti: HK
8: sæti: Fram

B lið:
1. sæti: Grótta
2. sæti: Haukar
3. sæti: Stjarnan
4. sæti: KA
5. sæti: FH
6. sæti: ÍR
7. sæti: Ármann/Þróttur
8: sæti: HK

C lið:
1. sæti: FH 2
2. sæti: Grótta 2
3. sæti: FH 2
4. sæti: Grótta 1
5. sæti: KA
6. sæti:HK
7. sæti: Selfoss
8: sæti: Ármann/Þróttur

Myndir af mótinu munu koma inn á síðuna fljótlega.

Unglingaráð Hauka þakkar öllum þátttakendum, öðrum gestum og öllum þeim sem að mótinu komu fyrir frábært mót.