Actavismót 5.flokks karla

Nú er riðlakeppni Actavismóts Hauka í 5.flokki karla lokið. Allt hefur gengið mjög vel það sem af er móti, mótið hefur verið mikil skemmtun. Marga skemmtilega takta má sjá hjá handknattleiksmönnum framtíðarinnar.

Í flokki A lið eru KA og HK komin áfram úr A riðli, FH og Fram úr B riðli, Haukar og Grótta úr C riðli og svo ÍR og UMFA úr D riðli.
Liðin sem leika saman í milliriðlum á morgun eru:
Milliriðlill 1: KA, HK, ÍR og UMFA
Milliriðill 2: FH, Fram, Haukar og Grótta.

Í flokki B liða eru Haukar og Ármann/Þróttur komin áfram úr A riðli, FH og Grótta úr B riðli, Grótta og Stjarnan úr C riðli og KA og ÍR úr D riðli.
Liðin sem leika saman í milliriðlum á morgun eru:
Milliriðill 1: Haukar, Ármann/Þróttur, KA og ÍR
Milliriðill 2: FH, HK, Grótta, Stjarnan

Í flokki C liða eru Grótta 2 og Ármann/Þróttur komin áfram úr A riðli, Grótta 1 og Selfoss úr B riðli, FH 2 og HK úr C riðli og FH 2 og HK úr D riðli.
Liðin sem leika saman í milliriðlum á morgun eru:
Milliriðill 1: Grótta 2, Ármann/Þróttur, FH 2 og HK
Milliriðill 2: Grótta 1, Selfoss, FH 2 og HK.

Milliriðlar allra liða hefst klukkan 8:20. A og B lið leika á Ásvöllum og C lið á Strandgötu. Klukkan 14:00 hefjast svo leikir um sæti.

Klukkan 14:00 eru leikir um 7. sæti (A og B lið á Ásvöllum, C lið á Strandgötu),
Klukkan 14:50 eru leikir um 5. sæti (A og B lið á Ásvöllum, C lið á Strandgötu),
Klukkan 15:40 eru leikir um 3. sæti (A og B lið á Ásvöllum, C lið á Strandgötu),
Klukkan 16:30 eru úrslitaleikir (A og B lið á Ásvöllum, C lið á Strandgötu).

Við hvetjum alla til að mæta á mótið á morgun og sjá handknattleiksmenn framtíðarinnar.