Aðgerðin gekk vel og nú tekur endurhæfing við næstu mánuðina

Tjörvi ÞorgeirssonTjörvi Þorgeirsson, einn af lykilmönnum mfl. karla í handknattleik, er nýkominn úr axlaraðgerð og við settum okkur í samband við kappann.

Nú ert þú nýbúinn að fara í axlaraðgerð, hvernig gekk aðgerðin?
Hún gekk bara mjög vel held ég, Binni læknir var allaveganna sáttur með hana, þá er ég sáttur.

Tekur þá núna við endurhæfing?
Já, núna fyrstu vikurnar tek ég því bara rólega, svo fer ég að gera einhverja æfingar til að styrkja öxlina með hjálp frá sjúkraþjálfurunum og vinn mig bara áfram hægt og rólega.

Hvenær má búast við því að þú getir byrjað að æfa af krafti með liðinu?
Ég mun mæta bara þegar liðið hittist aftur um miðjan júlí, ætti að geta tekið þátt í hlaupunum og eithvað í lyftingum, svo bara í mínu prógrammi með öxlina, en verð örugglega ekkert með í bolta fyrr en eftir kannski 3mánuði.

Áttu von á að verða orðinn 100% klár í lok sumars?
Ég auðvitað vona það, en ég býst ekki við því að ég verði með í bolta fyrr en í fyrsta lagi í september, en maður bara vonar það besta.

Við sendum batakveðjur til Tjörva og vonum að hann nái sér sem fyrst af þessum meiðslum.

Áfram Haukar!