6. flokkur kvenna á móti.

Haukar Síðustu tvær helgar fóru fram mót hjá yngra og eldra ári í sjötta flokki kvenna.

Hér má sjá hvernig þeim gekk.

Yngra árið keppti í Árbænum og stóð sig með prýði.  

Leikirnir á laugardeginum hjá Haukum 1 gengu heldur brösulega og töpuðu þær fyrstu tveimur en snéru aftur á sunnudeginum með baráttuandann og sigruðu sína þrjá leiki þá, þann síðasta á móti Val eftir að hafa verið undir nánast allan leikinn. Þriðja sætið og glæsileg frammistaða hjá ungum og efnilegum leikmönnum. 

 Haukar 2 kepptu fjóra leiki á sunnudeginu. Þær sigruðu fyrsta leikinn en því miður töpuðu hinum þremur. Samt sem áður góð barátta og efnilegar stelpur.

Eldra árið keppti núna um helgina uppí Grafarvogi. 

Haukar 2, lið skipað mikið af yngri leikmönnum, keppti þrjá leiki. Þær héldu sér allan tímann inní tveimur leikjunum og töpuðu sárt með einu marki. Sá þriðji tapaðist örlítið stærra. Stelpurnar sýndu af sér mikinn viljastyrk og frábæra baráttu og geta alveg unnið þessi lið á næsta móti. 

Stelpurnar í Haukum 1 mæta á mótið tilbúnar og vinna fyrstu þrjá leiki sína stórt; 15-1, 12-3 og 15-5. Þá var lokaleikurinn úrslitaleikur en hann fór sem fór með tveggja marka tapi. Frábær frammistaða!

Mikið af flottum og efnilegum leikmönnum sýndu listir sínar og það má með sanni segja að framtíðin sé björt hér hjá Haukunum.