5.flokkur kvenna á móti í Eyjum

Um helgina fóru stelpurnar í 5.flokki kvenna á mót í Vestmannaeyjum. Það var ekki gott í sjóinn á leiðinni til Eyja enda fór vindhraði yfir 30 metra á sekúndu á föstudaginn. Hægt er að sjá myndir af Herjólfi á leið til Eyja á {Tengill_42}. Þessar myndir sýna að stelpurnar sem fóru til Eyja í dallinum á föstudaginn eru hetjur. A liðinu gekk vel á mótinu. Þær unnu alla leiki sína í riðlinum og höfnuðu því í 1.sæti. Þær komust þar með í undanúrslit og léku gegn liðinu sem hafnaði í 2. sæti í hinum riðlinum, sem var Valur. Haukastelpurnar sigruðu þann leik og léku gegn Fylki í úrslitaleik. Fylkisstelpur höfðu betur í úrslitaleiknum og stelpurnar okkar því í 2. sæti. B liðinu gekk ágætla á mótinu. Þær töpuðu þremur leikjum í riðlinum og unnu tvo. Þær höfnuðu í 4. sæti í riðlinum og spilaði liðið því um 7. sæti. Í þeim leik töpuðu stelpurnar á móti ÍR og höfnuðu því í 8.sæti.