4 mörk á 10 mínútum leikurinn búinn

Meistaraflokkur karla spilaði leik í 2. deildinni þann 16. júní leikurinn var háður á Ásvöllum en verðurskilyrði þar voru ekki upp á marga fiska, rok , kuldi og skýjað. Leikurinn var á móti botnliði Hattar sem voru ekki búnir að innbyrða stig í deildinni en Haukar voru í efsta sætinu með 10 stig.

Byrjunarlið Hauka var þannig skipað að Amir var í markinu eins og venjulega, í vörninni voru Þórhallur Dan(fyrirliði), Óli Jón, Davíð E og Jónas. Á miðjunni voru Kristján Ómar og Goran svo á köntunum voru Hilmar Geir og Ásgeir Þór Ingólfsson en þetta var hans fyrsti leikur í byrjunarliði meistarflokks Hauka. Í fremstu víglínu voru Ómar Karl og markahrókurinn Hilmar Emils.

Leikurinn var í nokkru jafnvægi á fyrst mínutum leiksins svo á 6. mínútu átti Kristján Ómar góða fyrirgjöf frá vinstri beint á Ómar Karl en skot hans úr dauðafæri fór yfir. Nýliðinn Ásgeir átti gott skot á mark Hattar á 15. mínútu en Óliver B. Ingvarsson markmaður Hattar varði vel, það var samt Hilmar Geir sem náði frákastinu og kom Haukum í 1 – 0. Gestirnir náðu hins vegar að jafna eftir að boltinn barst til Ívars K. Hafliðasonar eftir klafs í teig Hauka.

Svo var komið að þætti Hilmars Emilssonar en hann kom Haukum í 2 -1 á 35. mínútu eftir að Haukar höfðu tekið snögga aukaspyrnu og gefið á Goran sem átti fyrirgjöf á Hilmar Emils. Mínútu síðar stakk hann vörn Hatta af og kom boltanum framhjá en Óliver B. Ingvarssyni markmanni Hattar 3 – 1. Á 40. mínútu komst Ásgeir Þór inn í teig Hattar en Geir Arne Kaspersen braut á honum og vítaspyrna dæmd og úr henni skoraði Hilmar Emils en þetta var hans 3 mark á 5. mínútum. Hilmar Emils var ekki hættur en á 44. mínútu tók Goran aukaspyrnu á fjær og þar stakk Hilmar sér niður og skallaði boltann í netið, hann var þá kominn með 4 mörk á 10. mínútum.

Í seinni hálfleik áttu Haukar betri færi og voru líklegri til þess að bæta víð en Höttur að minnka muninn. Hauka sköuðu einna helst hættu eftir góða spretti hjá kantmönnum liðsins. Þeð voru þó Hattamenn sem skoruðu í seinni hálfleik og það kom í uppbótartíma en það var Björgvin Gunnarsson sem kom boltanum yfir línuna eftir aukaspyrnu frá hægri. En niðurstaðan 5 – 2 Hauka sigur sem sitja sem fastast í efsta sæti 2. deildar.

Í þessum leik voru Haukar miklu mun betri og áttu að skora fleiri mörk ef eitthvað er. Það var einn leikmaður sem spilaði sinn fyrsta meistaraflokks leik fyrir Hauka en það var Ágúst Garðarson varamarkmaður Hauka en hann kom inn á sem varamaður um miðjan seinni hálfleik. Besti leikmaður vallarins var Hilmar Emilsson sem skoraði 4 mörk og er orðinn markahæðsti leikmaður deildarinnar með 9 mörk úr 5 leikjum.

Næsti leikur Hauka er heimaleikur á móti Magna frá Grenivík 23. júní á ásvöllum kl. 14:00. Áfram Haukar!!!