4.flokkur karla deildarmeistari

Strákarnir voru að sjálfsögðu sáttir með titilinn

4.flokkur karla í handbolta tryggði sér í gær deildarmeistaratitlinn í sínum aldursflokki eftir sigur á Selfossi. Staðan fyrir leikinn var sú að Selfoss var í fyrsta sæti tveim stigum á undan Haukum sem voru í 2. sæti.

 

Selfoss hafði unnið fyrri leik liðanna með fimm marka mun og voru með betri heildarmarkatölu urðu því Haukar að vinna þennan leik með 6 marka mun.

Haukastrákarnir mættu mjög einbeittir til leiks og leiddu leikinn í hálfleik 15-10. Þeir héldu svo áfram góðum leik til enda og unnu 28-20 og urðu þar með deildarmeistarar.

 

Markahæstir í Haukaliðinu voru Þórarinn Leví með 10 mörk,Hallur 8 mörk og Einar Ólafur með 5 mörk. Bjarki varði 16 skot í marki Hauka.