4.flokkur karla B Íslandsmeistarar

B-lið 4.flokks karla varð í dag, sunnudag, Íslandsmeistarar B eftir sigur á Selfossi á Seltjarnarnesinu.
Haukastrákarnir byrjuðu vel og voru yfir til að byrja með. Selfyssingar jöfnuðu og komust svo yfir og héldu þeirri forystu nánast allan leikinn. Þegar um 5 mínútur voru eftir af seinni hálfleik voru Selfyssingar 3 mörkum yfir en Haukastrákarnir náðu með mikilli baráttu að jafna leikinn og knýja fram framlengingu.
Í fyrri hluta framlengingarinnar voru Selfyssingar betri en leikurinn var mjög jafn í framlengingunni. Þegar um ein mínúta var eftir af síðari hluta framlengingarinnar skoruðu Haukar eitthvað það mikilvægasta mark leiksins, þótt öll mörk séu nú mikilvæg. Selfyssingar komust í sókn og misstu Haukastrákarnir einn mann af velli fyrir brot. Vörnin varði þá einn bolta og náðu Selfyssingar boltanum aftur þegar 11 sekúndur voru eftir. Haukar fengu svo mjög ódýrt fríkast og köstuðu fram þar sem einn leikmaðurinn var tilbúinn og gerði út um leikinn. Leikurinn var mjög jafn allan leikinn og hefði sigurinn getað endað báðu megin.
Til hamingju Haukastrákar.