4-1 sigur á Siglfirðingum.

1. deild karla. Ásvellir 25. júní 2005.

Lið Hauka
Krókódíllinn –

Hermann, Svavar S, Daníel (Betim 25),Davíð Ellerts –

Hilmar Geir (Þorvaldur 73), Rodney Perry, Hilmar Trausti, Geoff Miles –

Hilmar Rafn (Birgir Rafn 86), Ómar Karl.

Sama lið hóf þennan leik líkt og því er atti kappi við Þróttara seinasta mánudag nema hvað að í stað Kristjáns Ómars sem var í banni í þessum leik kom Hilmar Geir inn og fór á hægri kantinn. Rodney fyllti skarð Kristjáns inni á miðjunni.

Eins og svo oft áður hófst leikurinn fjörlega. Strax á 4. mínútu var Hilmar Rafn búinn að skora skallamark eftir fyrigjöf Geoff Miles, hans 5. mark á tímabilinu. Og ekki liðu nema 4 mínútur þar til að Geoff Miles var aftur á ferð með aðra fyrirgjöf. Í þetta skiptið var það Hilmar Geir sem var mættur og skallaði knöttinn í net gestanna.

Á 14. mínútu fékk Þórður Birgis hinn skæði sóknarmaður KS gullið tækifæri er hann komst einn inn fyrir vörn Hauka efir mjög slæm varnarmistök. Átti skagamaðurinn í engum vandræðum með að renna knettinum framhjá Jöra í markinu. Staðan því orðin 2-1 og rétt korter liðið af leiknum. Næstu mínútur fram að hléi voru nokkuð fjörlegar og skiptust liðin á að sækja. Á 25. mínútu þurfti fyrirliði okkar Daníel að fara af leikvelli þar sem hann tognaði í læri. Betim var því skipt inná og fór á vinstri kantinn, Geoff datt því niður í vinstri bakvörðin og Davíð færðist inn í miðja vörnina. Í kjölfarið virtis örla fyrir smávægis óöryggi í vörninni, enda kannski ekki annað óeðlilegt. Á 31. mínútu gat Ómar Karl komið okkur 3-1 en þá hafði hann opið mark fyrir framan sig eftir að markvörður KS náði ekki að verja langskot Hilmars Trausta betur en svo, en yfir markið flaug knötturinn. Hálfsleikstölur því 2-1.

Haukamenn tóku öll völd á vellinum í síðari hálfleik og þegar Rodney skoraði á 52. mínútu voru úrslitin nánast ráðinn í leiknum. Þorvaldur negli svo lokanaglann í kistu KS er hann skoraði á 85. mínútu eftir frábærann sprett og fyrirgjöf Rodney af hægri kantinum.

Góður sigur kominn í hús í heldur leiðinlegu rigningarveðri og Haukar komnir í 4. sæti deildarinnar. Slæmu fréttirnar eru þó þær að báðir aðal miðverðir okkar að klást við meiðsli, og óvíst með það hvenær þeir verða leikfærir á ný.

Bandaríkjamaðurinn Rodney var maður leiksins að þessu sinni en báðir bandaríkjamennirnir stóðu sig reyndar verulega vel, eins og þeir reyndar ávallt gera. Goeff lagði upp bæði mörkin í fyrri hálfleik á meðan Rodney sá um seinni hálfleikinn. Skoraði sitt fyrsta mark og lagði svo upp seinasta mark leiksins með smekklegum hætti.