Elma Dís, Viktoría Sólveig og Ragnheiður Þórunn í landsliðsverkefnum

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U15 kvenna, valdi hóp fyrir úrtaksæfingar dagana 11.-13. janúar síðastliðinn.
Elma Dís Ólafsdóttir leikmaður Hauka var valin í hópin og mætti á úrtaksæfingar sem fóru fram í Miðgarði í Garðabæ. Elma Dís getur spilað margar stöður á vellinum en finnur sig best á kanti eða frammi en getur einnig spilað á miðjunni.

Einnig var markvörðurinn Viktoría Sólveig Óðinsdóttir valin til að mæta á æfingar með U16 ára landsliðnu. Þær æfingar fóru fram dagana 18-20 janúar síðastliðinn í Miðgarði í Garðabæ.

Þá er Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir er stödd í Portugal með U17 ára landsliðinu, þar sem U17 ára landsliðið er að spila á æfingamóti. Stelpurnar eiga spila sinn fyrsta leik næstkomandi fimmtudag gegn heimakonum í Portugal, leikurinn hefst kl 17:00 og verður í beinni útsendingu á KSÍ TV. Á mótinu taka einni þátt Slóvakía og Finnland. Stelpurnar spila við Slóvakíu á sunnudag og svo Finnland á þriðjudag.

Knattspyrnudeild Hauka óskar Elmu Dís, Viktoríu Sólveigu og Ragnheiði Þórunni innilega til hamingju með valið og óska þeim góðs gengis á æfingum og leikjum undir merkjum KSÍ.

Elma Dís Ólafsdóttir

Elma Dís Ólafsdóttir