3. Lausn.

J.Behting 1900

1.Kf3!

Undirbýr leikþröng fyrir svartan. Eftir 1.Ke4-c5 væri hvítur sjálfur í leikþröng.

1.-c6

Þrautseigast. Bæði 1.-c5 2.Ke4 og 1.-Ke8 2.Ke4-c5 3.Kd5 myndu strax leiða til aðalafbrigðisins.

2.Kf4

Hvítur býður bara átekta þar til svartur hefur annaðhvort leikið peði sínu til c5 eða kóngi á e8.

2.-c5 3.Ke4-Ke8 4.Kd5-Kd7

Eini leikurinn því að 4.-d3 5.Ke6 leiðir til máts og eftir 4.-Kf7 5.Kd6-d3 7.Kd7 kemst hvíta peðið upp með skák.

5.Kc4

Aftur er svartur í leikþröng og þarf að leika kóngi sínum á hinn óhentuga reit e8.

5.-Ke8 6.Kxc5-d3

Nú er þessi framrás þvinguð því hvítur hótaði 7.Kxd4

7.Kd6-Kf7

Annars kemur 8.Ke6 og 9.f7 mát.

8.Kd7

og vinnur.

Ansi laglegt! 🙂