3.flokkur karla spilar í 1.deild

Um helgina lék 3.flokkur karla í handknattleik í umspili um það hvort þeir mundu spila í 1. eða 2.deild í vetur.

Um síðustu helgi léku þeir í forkepnni á Strandgötu og sigruðu þar 3 leiki en töpuðu 1 og fóru því í umspil um helgina. 

Þeir voru í riðli með Selfoss, FH2 og Stjörnunni, en þar sem þeir spiluðu gegn Selfossi um síðustu helgi og sigruðu þann leik byrjaðu þeir riðilinn með tvö stig.

Þeir spiluðu fyrri leikinn á laugardaginn og sigruðu þar lið FH2 með fjórum mörkum, 24-20 eftir að hafa verið undir í hálfleik eftir lélegan hálfleik. Vörnin varð svo betri með tímanum og skoruðu FH til að mynda ekki mark fyrstu átta mínúturnar í seinni hálfleik á meðan Haukar röðuðu inn mörkunum.

Seinni leikurinn var svo leikinn í gær, en fyrir leikinn voru úrslitin ráðin, Stjarnan og Haukar voru örugg með að spila í 1.deildinni í vetur. Fyrstu mínúturnar voru nokkuð þæginlegar fyrir Hauka og héldu þeir hreinu fyrstu tíu mínúturnar. 

Stjörnumenn bitu svo frá sér og náðu að minnka muninn fyrir hlé. Í seinni hálfleik var svo aldrei spurning hvaða lið færi með sigur af hólmi. Haukar sigruðu leikinn með nokkra marka mun.

Því er það orðið ljóst að Haukar munu spila í 1.deild í vetur í 3.flokki karla.