Andlátsfrétt

Látinn er góður félagi, Kristinn Guðnason. Kristinn kom fyrst að endurreisnarstarfi félagsins 1969 sem fulltrúi Körfuknattleiksdeildar í aðalstjórn félagsins. Hann er formaður Körfuknattleiksdeildar árin 1981 – 1986 – á einu mesta blómaskeiði deildarinnar þegar margir titlar komu í hús. – Kristni eru þökkuð góð störf í þágu félagsins og sendir félagið fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur.

Vetraræfingatöflur Hauka. Fótbolti, Handbolti, Körfubolti og Karate

Æfingatöflur deildanna eru komnar út og skráning er opin á Sportabler. Æfingar hefjast 28.ágúst Handbolti Æfingatafla strákar Æfingatafla stelpur Skráning Körfubolti Æfingatafla Skráning Fótbolti Skráning Æfingatafla 8.kk  þriðjudagur 17:00 körfuboltasalur Ásvöllum 8.kv  miðvikudagur 17:00 Hraunvallaskóli 8.sameiginlegt sunnudagur 10:00 handboltasalur Ásvöllum 7.kk  mánudagur 15:00 gervigras þriðjudagur 15:00 handboltasalur Ásvöllum miðvikudagur 15:00 gervigras 7.kv  mánudagur 14:45 handboltasalur Ásvöllum þriðjudagur 14:45 gervigras fimmtudagur […]

Skráning í skák.

Mánudaginn 21/8 kl 10 verður opnað fyrir skráningu í skákina. Skráning fer fram á sportabler.com og aðeins þar. Opið verður fyrir skráninguna til þriðjudagsins 12/9 kl 23:59. Krakkar fædd 2007-2017 geta skráð sig en ef að einhverjir áhugasamir eru fyrir utan þann aldursramma þá er hægt að hafa samband við haukarskak@simnet.is og við skoðum það. […]

Húsvörður/baðvörður óskast til starfa.

Knattspyrnufélagið Haukar óskar eftir að ráða konu í starf húsvarðar/baðvarðar í Íþróttamiðstöð Hauka að Ásvöllum. Um vaktavinnu er að ræða. Æskilegt er að að umsækjendur hafi haldgóða reynslu úr atvinnulífinu, séu reglusamir og tilgreini meðmælendur í umsókn. Umsóknir sendist á netfangið magnus@haukar.is  

Góður árangur á Laola Cup í Þýskalandi

Strákarnir í 3. flokki komu heim frá Þýskalandi á laugardaginn úr mjög vel heppnaðri keppnisferð. Í ferðinni sem var til Hamborgar kepptu þeir á alþjóðlegu æfingamótinu “Laola Cup” sem fór fram á æfingasvæði Hamburger Sport-Verein (HSV) og mættu andstæðingum víða að úr heiminum meðal annars úrvalsliði frá Gambíu, liði frá Kanada, Egyptlandi og svo auðvitað […]

Sumaríþróttaskóli Hauka byrjar aftur eftir sumarfrí

Sumaríþróttaskólinn fer aftur í gang eftir smá sumarfrí. Námskeið verður í boði næstu tvær vikur. Báðar vikurnar verða 4 daga námskeið, 8-11.ágúst og 14-17.ágúst. Því miður þá þurfum við að hafa lokað föstudaginn 18.ágúst þar sem stór hluti starfsmanna er að byrja í framhaldsskóla og því ekki nógu margir starfsmenn til að halda námskeið. Í […]