Sumaríþróttaskóli Hauka byrjar aftur eftir sumarfrí

Sumaríþróttaskólinn fer aftur í gang eftir smá sumarfrí. Námskeið verður í boði næstu tvær vikur. Báðar vikurnar verða 4 daga námskeið, 8-11.ágúst og 14-17.ágúst. Því miður þá þurfum við að hafa lokað föstudaginn 18.ágúst þar sem stór hluti starfsmanna er að byrja í framhaldsskóla og því ekki nógu margir starfsmenn til að halda námskeið.

Í boði eru fjölmörg námskeið og hægt að sjá betur hvaða námskeið eru í boði og fleiri upplýsingar á heimasíðunni hér.

Allar skráningar fara fram á Sportabler.