Vienna og Kristófer Dan eru knattspyrnufólk ársins 2020

  Vienna Behnke er knattspyrnukona Hauka árið 2020 og Kristófer Dan Þórðarson er knattspyrnukarl Hauka árið 2020 en stjórnarfólk knattspyrnudeildar kemur að valinu. Vienna hefur verið ein af lykilleikmönnum meistaraflokks kvenna í sumar, spilaði 17 leiki og skoraði 11 mörk en hún skrifaði nýlega undir nýjan samning við knattspyrnudeild Hauka og mun hún spila með […]

Áramótakveðja formanns knattspyrnudeildar Hauka

Kæru Haukarar, Krefjandi og sérstakt ár er senn að baki. Margar áskoranir hafa verið fyrir fólk á öllum aldri sem iðka knattspyrnu en eftir stendur þakklæti og stolt. Iðkendur, þjálfarar og foreldrasamfélagið hafa staðið sig frábærlega í heild sinni á erfiðum tímum þar sem heimaæfingar hafa spilað stóran þátt. Það er svo sannarlega ekki sjálfgefið […]

Afrekslína Hauka vorönn 2021

Afrekslína Hauka fyrir veturinn 2020-2021 heldur áfram á nýju ári og verður starfið það sama og var á haustönninni. Sparta þjálfunarstöð sér áfram um styrktarþjálfunina og í bóklegu tímunum verða fleiri gestafyrirlesarar ásamt því að hver íþróttagrein verður með sérhæfða bóklega tíma um þætti sem snúa að sinni grein. Afrekslína Hauka samanstendur annars vegar af […]

Tara semur við knattspyrnudeild Hauka

Tara Björk Gunnarsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Hauka. Stuðningsfólk Hauka þekkir vel til Töru en hún hefur leikið 101 leik fyrir meistaraflokk kvenna hjá Haukum og náði hún þeim áfanga gegn ÍR í lokaleik liðsins í Inkasso deildinni keppnistímabilið 2019. Tara tók sér frí frá knattspyrnu keppnistímabilið 2020 þannig að það […]

Jólakveðja frá formanni Hauka

Kæru Haukar Nú líður að lokum þessa óvenjulega árs þar sem íþróttastarf okkar hefur legið niðri nánast allt árið. Íþróttamiðstöðin á Ásvöllum hefur verið lokuð megin hluta ársins og verður áfram fram á nýtt ár. Af þessum sökum verða ekki hefðbundnar samkomur okkar Haukamanna um þessi jól og áramót eins og við erum vön. Vonandi […]

Haukar eiga 11 fulltrúa í yngri landsliðum

Þjálfarar yngri landsliða KKÍ hafa boðað þá leikmenn sem þeir hafa valið í sína fyrstu æfingahópa yngri landsliðana fyrir U15, U16 og U18 ára landslið drengja og stúlkna fyrir verkefni sumarið 2021. Haukar eiga 11 leikmenn í þessum landsliðshópum. Ásamt þessum 11 leikmönnum á félagið þrjá aðalþjálfara. Israel Martin er með U18 drengi, Sævaldur Bjarnason […]

Vienna Behnke endurnýjar samning við knattspyrnudeild Hauka

Vienna Behnke hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Hauka og mun hún spila með meistaraflokki kvenna í Lengjudeildinni sumarið 2021. Vienna var einn mikilvægasti leikmaður Hauka á síðsta tímabli en hún spilaði 17 lei ki í Lengjudeildinni og gerði 11 mörk og var valin í lið ársins. Hún lék 12 leiki með Haukum sumarið 2019 […]

Ingvi Þór Guðmundsson til Hauka

Bakvörðurinn Ingvi Þór Guðmundsson skrifaði í dag undir hjá körfuknattleiksdeild Hauka og mun taka slaginn með liðinu þegar Domino‘s deildin fer aftur af stað. Ingvi hefur spilað með liði Grindavíkur undanfarin ár og var á síðustu leiktíð með 14,4 stig að meðaltali, 5,1 frákast og 5 stoðsendingar í leik. Það leynist engum að þarna er […]