Fjölmargar Haukastelpur í landsliðum Íslands

Það var mikið um að vera hjá ungum Haukastelpum um helgina en þá voru landsliðsæfingar hjá kvennalandsliðum Íslands í handbolta og áttu Haukar fjölmargar stelpur í þeim verkefnum. Í U-15 ára landsliðinu áttu Haukar 7 fulltrúa en þar æfðu þær Agnes Ósk Viðarsdóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir, Hekla Ylfa Einarsdóttir, Mikaela Nótt Pétursdóttir, Nadía Líf Ágústsdóttir, […]

Stórleikur í Olísdeild karla í kvöld

Það verður boðið upp á stórleik í Olísdeild karla í kvöld þegar að strákarnir í meistaraflokki fá Íslandsmeistara ÍBV í heimsókn í Schenkerhöllina kl. 19:15. Strákrnir eru sem stendur í efsta sæti deildarinnar og eru staðráðnir í að halda því. Það er tilvalið fyrir alla fjölskylduna á mæta á þennan flotta handboltaleik og hægt er að […]

Aftur 13 réttir

Þeir gefa ekkert eftir  getraunaspekingarnir hjá Haukum þessa dagana. Tveir voru með 13 rétta í laugardagsleiknum. Mótanefnd er bundin trúnaði við skjólstæðinga sína og getur því ekki upplýst um nöfn hinna heppnu en óskar þeim til hamingju.

Sævar, Arnar og Óliver valdir í hæfileikamótun KSÍ

Þeir Sævar Orri Valgeirsson, Arnar Númi Gíslason og Óliver Steinar Guðmundsson voru valdir nú á dögunum í hæfileikamótun KSÍ fyrir u15 ára landslið karla. En þeir eru allir fæddir árið 2004 og eru því allir á yngra ári í 3. flokki. Luka Kostic þjálfar drengina hjá Haukum og Þórarinn Jónas Ásgeirsson er honum til halds og […]

Villibráðarhlaðborð næsta laugardag

Nú fer hver að verða síðastur að næla sér í miða á Villibráðarhlaðborðið sem fer fram næsta laugardag. Það styttist í hátíðina en enn er hægt að nálgast miða hjá Ásdísi á skrifstofu Hauka eða á innkaup@haukar.is. Einnig er hægt að panta borð en það er gert hjá Aroni á aron@haukar.is. Það vill enginn missa […]

Stórleikur í Schenkerhöllinni í kvöld

Það verður boðið upp á stórleik í kvöld, mánudagskvöld, í Schenkerhöllinni þegar að meistaraflokkur Hauka í handbolta fær Selfoss í heimsókn kl. 19:30. Fyrir leikinn eru liðin í 1. og 3. sæti með 12 og 10 stig það er því mikið um að keppa í leiknum en með sigri geta Haukar náð toppsætinu. Liðin hafa […]

HK kemur í heimsókn í Olísdeild kvenna

Það er stutt á milli leikja þessa daganna hjá stelpunum í meistaraflokki kvenna en í kvöld kemur HK í heimsókn í Schenkerhöllina kl. 19:30. Þetta er í annað sinn á fáum dögum sem að liðin mætast en á dögunum unnu Haukastelpur leik liðanna í Coca-Cola bikarnum. Liðin eru í harðri baráttu í deildinni og skiptir […]