Kristófer og Óliver valdir í U15 karla

Miðjumennirnir Kristófer Jónsson og Óliver Steinar Guðmundsson hafa verið valdir í U 15 ára landslið Íslands sem mætir úrvalsliði frá Peking og Hong Kong í ágúst, en leikirnir fara fram 11. og 13. ágúst. Kristófer á 2 landsleiki að baki fyrir Ísland en Óliver er nýliði. Sjá hópinn á ksi.is

Marques Oliver skrifar undir við Dominos lið Hauka

Marques Oliver hefur skrifað undir hjá deildarmeisturum Hauka og mun því spila með liðinu tímabilið 2018/2019. Þetta eru gríðarlega jákvæðar fréttir fyrir Haukana þar sem Marques er þekkt stærð og hefur spilað bæði með Fjölni og svo með Þór Ak. á síðasta tímabili. Marques er gríðarlega sterkur leikmaður og spilar í stöðu 4,5 og mun […]

Ungir Haukastrákar skrifa undir samning við Hauka

Haukar hafa skrifað undir samninga við Jason Guðnason og Darra Aronsson en báðir eru þeir uppaldir hjá félaginu. Þeir eru nú þegar orðnir partur af meistaraflokki félagsins eftir að hafa fengið smjörþefinn af því seinustu tímabil. Einnig er búist við því að þeir fái enn stærra hlutverk á komandi tímabili þar sem uppistaðan í meistaraflokki […]

Matic Macek hefur skrifað undir hjá deildarmeisturum Hauka fyrir komandi átök í Dominos deildinni

Matic Macek er um 190 cm Slóvanskur bakvörður sem getur bæði leyst leikstjórnandahlutverkið og skotbakvarðarstöðuna. Matic spilaði síðast með liði Lasko í efstu deild Sloveniu, sem er nokkuð sterk deild. Matic kemur í gegnum fyrrum leikmann Hauka, Mirko sem hefur aðstoðað deildina og einnig kom fyrrum leikmaður og þjálfari Hauka, Kuki, að því að aðstoða […]

Haukastúlkur tilbúnar í Símamótið

Símamótið verður haldið um helgina en í ár taka rúmlega 2200 stelpur þátt í mótinu frá um 40 félögum. 328 lið spila rúmlega 1300 leiki. Stelpur úr 5., 6. og 7. flokki Hauka mættu á Ásvelli um seinni partinn í dag til að þjappa sér saman fyrir mótið. Svo héldu þær í Kópavoginn í skrúðgöngu […]

Hjálmar skoraði í sínum fyrsta leik með A landsliðinu.

Þrír Haukamenn voru í 12 manna A landsliði KKÍ, eins og áður hefur komið fram hér á síðunni, í tveim leikjum undankeppni HM. Því miður töpuðust báðir leikirnir en allir fengu þeir spilatíma í síðari leiknum á móti Finnlandi. Kári Jónsson spilaði í báðum leikjunum en Breki og Hjálmar spiluðu síðustu 4 min. í síðari […]

Haukar áttu tvo lykilmenn sinna árganga á NM yngri landsliða KKÍ

Norðurlandamót yngri landsliða fór fram í síðustu viku í Finnlandi en þar áttu Haukamenn þrjá fulltrúa, þá Hilmar Smára Henningsson og Hilmar Pétursson í U18 drengja og Sigrúnu Björg Ólafsdóttur í U16 stúlkna. Öll stóðu þau sig einstaklega vel og voru lykilmenn í sínum liðum. Karfan.is valdi þau Sigrúnu Björg og Hilmar Smára bestu leikmenn […]