Unglingaflokkur kvenna varð bikarmeistari um helgina

Unglingaflokkur kvenna varð í gær bikarmeistari KKÍ eftir glæsilegan sigur á Keflavík í framlengdum úrslitaleik í Höllinni. Haukastúlkur komu ákveðnar til leik og voru mjög grimmar á meðan að lið Keflavíkur var ekki alveg tilbúið og var sjálfsagt enn að hugsa um glæsilegan bikarmeistaratitil mfl. kvenna deginum áður. Haukaliðið nýtti sér það ágætlega og leiddi […]

Tillaga Hauka um U17 kvenna samþykkt á ársþingi KSÍ

Stjórn knattspyrnudeildar Hauka óskar Guðna Bergssyni innilega til hamingju með kjör til formanns KSÍ á 71. ársþingi sambandsins sem haldið var í Vestmannaeyjum í gær, laugardag. Tillaga Hauka um U17 kvenna var samþykkt á þinginu. Þá óskum við þeim Borghildi Sigurðardóttur, Guðrún Ingu Sívertsen, Magnúsi Gylfasyni og Vigni Má Þormóðssyni til hamingju með kosningu í […]

Haukar – Selfoss í bikarnum í kvöld.

Sannkallaður RISALEIKUR í 8-liða úrslitum karla í Coca Cola Bikarnum Haukar – Selfoss. Leikurinn fer fram í Schenkerhöllinni í kvöld kl. 19:30 Liðið sem sigrar fer í Final-Four í Höllinni MÆTUM Í RAUÐU OG STYÐJUM STRÁKANA OKKAR TIL SIGURS • VIÐ ÆTLUM ALLA LEIÐ

Kjartan og Jóhann endurnýja samninga við Hauka

Kjartan Stefánsson, þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá Haukum, hefur framlengt samning sinn við félagið út keppnistímabilið 2019. Þá hefur Jóhann Unnar Sigurðarson, aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna, einnig endurnýjað samning sinn við félagið. Þeir Kjartan og Jóhann tóku við meistaraflokki kvenna fyrir síðasta keppnistímabil og undir þeirra stjórn varð liðið 1. deildarmeistari og spilar þ.a.l. í […]

Sara Rakel endurnýjar samning við Hauka

Sara Rakel S. Hinriksdóttir, fyrirliði meistaraflokks kvenna í knattpyrnu hjá Haukum, endurnýjaði í dag samning við félagið. Sara, sem er á 27. aldursári, og var valin knattspyrnumaður Hauka eftir síðasta keppnistímabil spilaði sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk árið 2004. Sara á að baki 136 leiki fyrir Hauka og hefur skorað 10 mörk en hún spilar í […]

Haukar semja við Cedrick Bowen um að spila með liðinu. Kristján Leifur að koma til baka eftir meiðsli.

Dominos deildar lið Hauka hefur samið við Cedrick Bowen um að spila með liðinu það sem eftir lifir tímabilsins. Cedrick þekkir vel til deildarinnar en hann var látinn fara frá KR í lok janúar. Cedrick er sterkur „inside“ leikmaður og ætti að styrkja liðið í kringum teiginn og getur þannig hvílt Finn Atla og Sherrod. […]

Tveir evrópuleikir um helgina

Tveir evrópuleikir verða á dagskrá næstu helgi þegar hollenska liðið Virto/Quintus kemur til okkar í Hafnarfjörðinn. Þetta eru 16. liða úrslit í Challange Cup. Leikirnir verða spilaðir laugardag og sunnudag, báðir kl. 18:00! MÆTUM OG STYÐJUM STELPURNAR TIL SIGURS