Haukar draga kæruna til baka

Handknattleiksdeild Hauka dregur kæru framlagða vegna leiks Selfoss og Hauka í Olísdeild kvenna sem fram fór 25. Janúar sl. hér með til baka. Haukar munu taka málið upp á öðrum vettvangi. Þorgeir Haraldsson Formaður handknattleiksdeildar Haukar President Haukar handball

Ivan Ivkovic til Hauka

Handknattleiksdeild Hauka hefur gert samning við Ivan Ivokovic, 20 ára  örvhenta skyttu frá Króatíu.  Ivan er fæddur árið 1996, 207 cm. að hæð og 115 kg. Hann hefur spilað með unglingalandsliðum Króatíu og einnig með liðum eins og Zagreb, Karvina, Tatran Presov og nú síðast Maribor í Slóveníu.  Samningur við Ivan Ivkovic er frá 1. […]

Haukur endurnýjar við Hauka

Haukur Björnsson, leikmaður meistaraflokks karla, endurnýjaði á dögunum samning sinn við knattspyrnudeild Hauka. Haukur sem er á 22 aldursári og er uppalinn í Haukum á að baki 26 leiki með meistaraflokki félagsins.

Haukar fara í heimsókn á Hlíðarenda og etja kappi við Valsmenn í 8 liða úrslitum Maltbikars karla

Haukar geta með sigri verið með bæði kvenna og karla liðið í höllinni í svokallaðri „final four“ í undanúrslitum Maltbikarsins í ár. En bikarkeppnin er spiluð í fyrsta skipti með breyttu fyrirkomulagi, þannig að undanúrsli og úrslit fara fram í Höllinni. Stelpurnar sigruðu Breiðablik í átta liða úrslitum í gær, sunnudag, og tryggðu sig áfram […]

Actavis mótið á fullu alla helgina í Schenkerhöllinni

Actavis mótið er búið að ganga gríðarlega vel og var íþróttahúsið að Ásvöllum þéttsetið á laugardeginum er drengir á aldrinum 6-11 ára voru að spila körfubolta á sex völlum í íþróttasalnum. Flott tilþrif sáust allan daginn og ljóst er að þarna voru að spila framtíðar landsliðsmenn. Í dag, sunnudaginn 15. jan., eru stelpur á aldrinum […]