Tvíhöfði í Schenkerhöllinni á laugardag

Það verður sannkölluð handboltaveisla á laugardaginn í Schenkerhöllinni þegar að báðir meistaraflokkar Hauka í handbolta eiga heimaleik. Kvennaliðið ríður á vaðið þegar þær leika við Selfoss kl. 14:00 og svo taka strákarnir við kl. 16:00 þegar að Grótta kemur í heimsókn. Fyrst að kvennaleiknum en fyrir leikinn eru Haukastúlkur í 2. sæti með 10 stig […]

Haukar – Stjarnan í Dominos deild kvenna kl. 19:15 í kvöld

Haukastúlkur taka á móti liði Stjörnunnar í kvöld, miðvikudag, kl. 19:15 í Schenkerhöllinni. Haukarnir áttu ágætis leik í síðasta leik á móti Skallagrími í Fjósinu í Borgarnesi. Skallagrímur náðu fljótt undirtökunum í leiknum og leiddu allan leikinn en Haukarnir voru aldrei langt undan. Er um 3 min. voru eftir var munurinn einungis 3 stig en […]

Sherrod Wright semur við Hauka – Aaron sendur heim.

Haukar hafa samið við Sherrod Wright um að spila með liðinu í vetur og hafa sagt upp samningi við Aaron Brown. Sherrod Wright spilaði með Snæfelli á síðasta tímabili og átti frábært tímabil með þeim og er það þvi mikill fengur fyrir silfurlið Hauka að fá þennan sterka leikmann til lið við félagið. Sherrod var […]

Glæsilegt afmælisboð

Þær voru ekki skornar við nögl veitingarnar í 25 ára afmælifagnaði  Öldungaráðs Hauka á sunnudaginn. Saman voru komnir margir af stofnendun Öldungaráðsins auk annarra gesta. Jóhanna formaður ráðsins  færði félaginu  álitlega peningagjöf, 10 þúsund krónur  fyrir hvert ár. Formaður félagsins, Samúel Guðmundsson, flutti stutt ávarp og afhjúpaði afmælisskjöld tileinkaðan Öldungaráðinu sem nú prýðir Forsalinn. Þá […]

Dekkjasalan nýr styrktaraðili körfuknattleiksdeildar Hauka

Körfuknattleiksdeild Hauka og Dekkjasalan hafa gert með sér styrktar- og auglýsingasamning fyrir tímabilið 2016/2017. Dekkjasalan er staðsett á Dalshrauni 16, Hafnarfirði og er umboðssala fyrir ný og notuð dekk. Við hvetjum allt Haukafólk til að fara á Dalshraun 16, til Dekkjasölunnar í umfelgun fyrir veturinn en þar er hægt að fá gæða dekk á góðu […]

Minningar- og styrktarsjóður Hauka

Minningar- og styrktarsjóður Hauka var stofnaður 1977 og hét þá Minningarsjóður Garðars S. Gíslasonar. Hann var síðan sameinaður undir núverandi nafni 1995.  Tilgangur sjóðsins er að styrkja hvers konar málefni er tengjast félaginu og starfsemi þess. Tekjur sjóðsins eru frjáls framlög einstaklinga og stuðningaðila. Framlög má leggja inná reikn: 0544 – 18 –  641237 – […]

Haukar – Snæfell í kvöld kl. 19:15

Í kvöld, miðvikudaginn 19. október, koma íslandsmeistarar Snæfells í heimsókn og hefst leikurinn kl. 19:15 í Schenkerhöllinni. Haukastelpurnar lágu í síðasta leik á móti Keflavík á útivelli og spiluðu frekar illa í þeim leik og létu harða vörn heimastúlkna setja sig útaf laginu. Haukar og Snæfell hafa háð harða keppni síðustu ár og má búast […]