Bikarveisla framundan – Einar Pétur í léttu spjalli

Eins og komið hefur fram áður þá verður mikið um að vera hjá meistaraflokkum Hauka í handbolta í þessari viku, þegar bæði karla og kvenna liðin taka bæði í þátt í Final 4 Coca-Cola bikarsins. Kvennaliðið ríður á vaðið á fimmtudaginn kl. 19:30 þegar þær mæta Gróttu og svo á föstudaginn mæta karlarnir mæta Val […]

Meistaraflokkar í knattspyrnu í Lengjubikarnum og Faxaflóamótinu

Meistaraflokkur karla í Haukum mæta Víking R. í annarri umferð Lengjubikarsins í knattspyrnu á sunnudaginn kl. 18.15 en leikurinn fer fram í Egilshöllinni. Okkar strákar gerðu jafntefli við KR sl. sunnudag þar sem Aron Jóhannsson jafnaði metin úr vítaspyrnu í lok leiks. Meistaraflokkur kvenna í Haukum mætir Grindavík á þriðjudaginn í þriðju umferð Faxaflóamótsins. Leikurinn […]

Stjarnan – Haukar í kvöld kl. 19:15

Haukar fara í heimsókn í Garðabæinn og munu etja kappi við nágranna sína í Stjörnunni í 18 umferð Dominos deildar karla í kvöld kl. 19:15 í Ásgarði. Haukar hafa unnið síðustu þrjá leiki og hafa verið á nokkuð góðu skriði síðustu leiki. Það hafa einnig Stjörnumenn verið en þeir hafa verið að spila vel eftir áramót. […]

Unglingaflokkur drengja bikarmeistari eftir ævintýralegan úrslitaleik í Höllinni

Unglingaflokkur spilaði í gærkvöld til úrslita í Powerade bikarkeppni KKÍ á móti Grindavík og hafði ótrúlegan sigur eftir framlengdan spennuþriller. Þessi tvö lið hafa háð harða baráttu upp alla yngri flokka og hafa oft mæst í úrslitaleikjum og því var búist við hörku slag, sem varð raunin. Haukarnir mættu ekki til leiks í fyrri hálfleik […]

Haukar – KR í Lengjubikarnum í fótbolta á sunnudag!

Fyrsti leikur meistaraflokks karla í Lengjubikarnum í fótbolta verður á sunnudaginn þegar okkar strákar í Haukum mæta KR úr vesturbæ Reykjavíkur. Leikurinn fer fram í Egilshöll og hefst kl. 18:15. Haukar eru í A deild, riðli 3, en önnur lið í riðlinum eru Grindavík sem er með Bláa lónið staðsett í anddyri bæjarins skv. heimasíðu […]