Stórleikur miðvikudaginn 20/01 kl 19:30 í Valshöllinni

Haukafólk, við þurfum á ykkar stuðningi að halda!! Þetta gekk ekki allveg upp hjá strákunum okkar  í landsliðinu, svo nú flykkjumst við á bak við stelpurnar okkar því stelpurnar í handboltanum mæta liði Vals í 16 liða úrslitumí Coca Cola bikarnum á miðvikudaginn 20. janúar.  Haukastelpur hafa komist í höllina síðustu tvö árin og bæði […]

Vel heppnað Actavis mót í körfu

Fullt var út úr húsi í Schenkerhöllinni alla helgina, er kkd Hauka hélt sitt árlega Actavis mót fyrir iðkendur á aldrinum 6 – 10 ára, en drengir spiluðu á laugardeginum og stúlkur á sunnudeginum. Um 100 lið voru að keppa og var heildarfjöldi leikmanna yfir 450. Alls voru spilaðir 320 leikir alla helgina. Mótið heppnaðist […]

Glæsileg uppskeruhátið 1×2

Það ríkti spenna og eftirvænting þegar fjölmargir þátttakendur í Getraunaleik  Hauka mættu á uppskeruhátíðina sem haldin var sl. laugardag og úrslit Haustleiksins voru kynnt. Hátíðinni stjórnaði Ágúst Sindri af festu og öryggi. Úrslit keppninnar urðu þessi: Úrvalsdeild:  Í fyrsta sæti  B.F. SEL með 47 stig, í öðru sæti Góu Haukar með 46 stig. Bárujárnsdeild: Í […]

Stórleikur í Schenkerhöllinni í kvöld – Dominos deild karla

Haukar fá topplið Keflavíkur í heimsókn í kvöld kl. 19:15. Síðast þegar þessi lið mættust í Keflavík þá þurti  framlengingu til að knýja fram sigur en þar unnu Keflvíkingar dramatískan sigur eftir að Haukarnir höfðu hent frá sér sigrinum í framlengingunni. Haukar hafa ekki verið að sýna neina stjörnuleiki á nýju ári og hafa tapað […]

Hákon Daði Styrmisson til Hauka

Handknattleiksdeild Hauka hefur gert samning við Hákon Daða Styrmisson um að leika með félaginu út tímabilið. Hákon Daði kemur að láni frá ÍBV og eins og fyrr segir gildir samningurinn út tímabilið. Hákon Daði er einn af efnilegustu vinstri hornamönnum landssins og hefur spilað með yngri landsliðum Íslands. Hann spilaði meðal annars stórt hlutverk hjá U19 […]

Haukar – Stjarnan í Dominos deild kvenna í kvöld kl. 19:15

Haukastelpurnar munu keppa sinn fyrsta heimaleik á þessu ári gegn nýliðum Stjörnunnar í kvöld kl. 19:15, miðvikudaginn 13. janúar. Haukarnir sitja á toppi Dominos deildar ásamt Snæfell. Þetta er annar leikur stelpnanna í deildinni á þessu ári en þær unnu Hamar örugglega á útivelli í tólftu umferðinni. Stelpurnar eru ákveðnar í að sýna góðan leik […]