Hvað segir Andri Steinn Birgisson?

Miðjumaðurinn nautsterki, Andri Steinn Birgisson sem gekk til liðs við Hauka fyrr á þessu ári lék sínu fyrstu mínútur fyrir Hauka í 1.deildinni, í 1-0 sigurleiknum gegn Fjölni í síðustu umferð.  Hann hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur en virðist nú vera búinn að finna leið í gegnum þau, með hjálp Rúnars Pálmarssonar […]

Íslandsmótið byrjar vel hjá Haukastelpum

Kvennalið Hauka í knattspyrnu fer vel af stað þetta sumarið. Liðið hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í Íslandsmótinu. Fyrst unnu þær Fram 2-1 á Schenkervellinum og síðast liðin sunnudag héldu þær til Ísafjarðar þar sem þær náðu sér í góð þrjú stig með 2-0 sigri á BÍ/Bolungarvík. Mörkin fjögur í Íslandsmótinu hingað til hafa […]

Vinningar í happadrætti 4.flokks karla í knattspyrnu

Dregið hefur verið í happadrætti 4.flokks karla í knattspyrnu. Strákarnir vilja koma á framfæri þökkum til þeirra fjölmörgu sem styrktu þá. Vinningaskránna getið þið séð með því að smella á „lesa meira“.   Vinningar hjá 4 flokki Hauka í knattspyrnu     Miði nr: Dolce Gusto – kaffivél   1 1143 Hótel Örk – sælulykill […]

7. flokkur karla tók þátt í Vísmóti Þróttar

VÍSmót Þróttar var haldið helgina 25.-26. maí og sendi 7. flokkur karla 4 lið til leiks.  Strákarnir voru allir að leggja sig fram og eru miklar framfarir hjá strákunum. Hér að neðan eru svo myndir að þessum vösku drengjum sem fengnar voru af heimasíðunni dramalidid.is.   Næsta mót hjá strákunum er svo Norðurálsmótið á Akranesi […]

Fyrsti heimasigurinn kominn

Það var Hilmar Rafn Emilsson sem skoraði eina mark leiksins í dag þegar Haukar og Fjölnir mættust í fjórðu umferð 1.deildar karla á Ásvöllum. Haukar eru því komnir með níu stig af tólf mögulegum og fyrsti heimasigurinn staðreynd. Það var markalaust í hálfleik eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik. Fjölnismenn voru þó líklegri að komast yfir en […]