Arnþór Freyr til liðs við Hauka

Arnþór Freyr Guðmundsson skrifaði í morgun undir samning við Hauka og mun leika með liðinu í Dominos deild karla næsta vetur en samningur Arnþórs er til eins árs. Arnþór kemur frá Fjölni þar sem hann hefur leikið alla sína tíð en Fjölnir féll úr Dominos deildinni á afstaðinni leiktíð. Arnþór var einn af lykilmönnum Fjölnisliðsins […]

Tap í fyrsta heimaleik sumarsins

Haukar tóku á móti Grindavíkum í hörkuleik í 1.deild karla í gærkvöldi. Grindvíkingar höfðu betur í leiknum 0-1 með marki um miðjan fyrri hálfleik. Þetta var fyrsti heimaleikur Hauka í 1.deildinni og jafnframt þeirra fyrsta tap í deildinni. Eina mark leiksins leit dagsins ljós á 35.mínútu og það gerði hægri bakvörðurinn Jordan Edridge með skot […]

Stelpurnar spila í bikarnum á morgun

Haukar og Víkingur Ólafsvík mætast á morgun kl.14.00 á Ásvöllum í Borgunarbikarkeppni kvenna í fótbolta. Um er að ræða fyrsta leik sumarsins hjá stelpunum okkar. Haukaliðið hefur tekið miklum breytingum í vetur og hefur hópurinn styrkst til mikilla muna, stelpurnar ætla sér stóra hluti í deildinni í sumar og góður stuðningur áhorfenda skiptir þær að […]

Pála Marie komin heim!

Haukar fengu góðan liðsstyrk í 1. deild kvenna áður en félagaskiptaglugginn lokaði í gær því Pála Marie Einarsdóttir var lánuð til félagsins frá Val.  Pála Marie hefur verið lykilmaður í liði Vals undanfarin ár en lék aðeins sjö leiki í Pepsi-deildinni í fyrra því hún fór í barneignarleyfi.  Hún hóf feril sinn hjá Haukum og […]

Veisla fyrir leik Hauka og Grindavíkur á föstudagskvöld!

Haukar efna til veislu á föstudaginn þegar meistaraflokkur karla mætir Grindavík í fyrsta heimaleik sumarsins.  Við verðum í salnum á 2. hæð og opnar húsið kl. 18.00 þar sem  kokkur knattspyrnudeildarinnar, Sigþór Marteins., mun grilla borgara sem verða seldir á vægu verði.  Óli Jó mun fara yfir leikinn með stuðningsmönnum og leikurinn hefst svo kl. […]

Anthonio Savant til Hauka frá Tógó

Haukar hafa fengið framherjann Anthonio Savant De Souza til liðs við sig. Anthonio er fæddur árið 1994 en hann kemur frá Tógó. Haukar hafa áður skoðað þann möguleika að fá leikmann frá Tógó.  Hann mætti til landsins um síðustu helgi og hefur æft með liðinu síðan. Hann var meðal áhorfanda í leik Víkings R. og Hauka […]

UPPSKERUHÁTÍÐ YNGRA FLOKKA HANDBOLTANS 15. MAÍ

Þá er handboltavertíðin að renna sitt skeið á enda að þessu sinni. Að því tilefni efnir barna- og unglingaráð handknattleiksdeildar Hauka til uppskeruhátíðar yngri flokkanna. Uppskeruhátíðin fer fram miðvikudaginn 15. maí kl. 18.00 á Ásvöllum. Venju samkvæmt verða veittar viðurkenningar, boðið upp á léttar veitingar og farið yfir árangurinn í vetur. Við hvetjum iðkendur og […]

Strákarnir í 5.flokki gera það gott

Síðasta mótið af fimm í Íslandsmóti 5. fl. karla eldra árs í handbolta  var haldið fyrir skömmu í Hafnarfirði.  Haukarnir sendu fjögur lið til keppni sem stóðu sig öll með prýði. B-liðið Hauka sigraði sína deild og A-lið Hauka sigraði 1. deildina eftir harða keppni sem skilaði þeim 2. sætinu á Íslandsmótinu í heildina.

Haukar úr leik í bikarnum

Haukar luku keppni í Borgunarbikar karla í kvöld. Haukaliðið heimsótti Víking Reykjavík í Fossvoginn en bæði lið leika í 1.deildinni. Víkingar fóru með sigur úr leiknum 2-0 eftir að staðan hafi verið 1-0 í hálfleik. Haukaliðið átti fína kafla til að byrja með, byrjuðu af miklum krafti en síðan komust Víkingar meira inn í leikinn […]

Getraunaleikur Hauka 1×2 – Verðlaunaafhending

Nú styttist í stóru stundina sem allir hafa beðið eftir.  Fyrsti heimaleikur meistaraflokks karla gegn Grindavík nk. föstudag  og  opinberun úrslita  Vorleiks Getraunaleiks Hauka.   Athöfnin hefst kl. 18:30 í salnum á 2. hæð. Hamborgarar og fleira í boði fyrir þátttakendur Getraunaleiksins.  Dagskrárstjórar verða þeir Jón Björn og Siggi Mey. Húsið opnar kl. 18:00, verðlaunaathöfn hefst […]