Úrvaldeild kvenna í handknattleik kvenna lokið

Síðasta Laugardag tryggðu Haukar sér sæti í 8 liða úrslitakeppni íslandsmótssins með sigri á Fylki 31-18.  Ljóst var strax frá fyrstu mínútu að Hauka stelpur ætluðu sér í úrslitakeppnina. Það var mikil skemmtun fyrir áhorfendur á fylgjast með stelpunum í þessum leik sem geisluðu af baráttuvilja og leikgleði.  Viktoría Valdimarsdóttir átti stórleik og skoraði 11 […]

Glæsliegir fulltrúar Haukar í yngri landsliðum í körfu

Haukar eiga 9 glæsilega fulltrúa í yngri landsliðum Íslands í körfunni sem valinn voru nú nýlega.  U16 og U18 ára liðin munu fara til Solna í Svíþjóð og keppa þar á norðurlandamóti yngri landsliða. U15 ára liðin munu fara á mót í Danmörku.  Landsliðskrakkarnir eru nú að hefja söfnun fyrir fargjaldi á mótin og munu […]

Deildarmeistaratitillinn afhentur á fimmtudag

Haukar eiga heimaleik í N1-deild karla í handbolta á fimmtudaginn nk. og eru andstæðingar okkar Valsarar. Ólíkt hafast liðin að í deildinni um þessar mundir, Valsarar heyja harða fallbaráttu og eru sem stendur í neðsta sæti deildarinnar en við Haukar höfum þegar tryggt okkur Deildarmeistaratitlinn. Titilinn verður einmitt afhentur með viðhöfn eftir leikinn og hvetjum […]

Haukar smelltu sér í bílstjórasætið

Haukar unnu Breiðablik á föstudaginn í 1. deild karla í körfubolta og smelltu sér á topp deildarinnar við það. Staða Hauka varð svo vænlegri þegar Hamar sigraði Val í gærkvöld og dugar núna Haukum að sigra síðast deildarleik sinn á föstudaginn næsta gegn Hetti á Egilsstöðum til að tryggja sér sæti í Úrvalsdeild og fara […]

UTANVEGAHLAUP FYRIR ALLA HLAUPARA OG ÞAÐ Á HVÍTASUNNU

Skokkhópur Hauka efnir til eins af fyrstu utanvegarhlaupum sumarsins 2013 og verður hlaupið um uppland Hafnarfjarðar annan í hvítasunnu, þann 20. maí 2013. Hlaupið er frá Ásvöllum, um Ástjörn, að skógrækt við Hvaleyrarvatn, yfir Stórhöfða og til baka um skógræktina og þaðan að Ásvöllum. Hlaupaleiðin er 17.5 km Hlaupaleiðin er einstaklega falleg og hefur skokkhópur […]

Haukar eru Deildarmeistarar N1-deildarinnar árið 2013

Haukar eru Deildarmeistarar í N1-deild karla í handbolta árið 2013. Þetta varð reyndar ljóst á fimmtudag þegar FH tapaði gegn HK, en með því tapi gátu FH-ingar ekki lengur náð Haukum að stigum. Okkar menn eru mjög vel að titlinum komnir og hafa lengst af í vetur haft mikla yfirburði í deildinni þrátt fyrir að […]

Haukar halda upp í Safamýri á laugardag

Á laugardag halda Haukar upp í Safamýri til að etja þar kappi við heimamenn í Fram í N1-deild karla í handbolta. Leikurinn hefst kl.15:00 og má þess geta að hann er sýndur í beinni útsendingu á Rúv þó við hvetjum að sjálfsögðu Haukafólk til að fjölmenna á staðinn og styðja strákana til sigurs. Fram-liðið er […]

Haukar mæta Breiðablik

Haukar mæta Breiðablik, í næst síðasta leik deildarkeppi 1. deildar, á morgun föstudag þegar grænir koma í heimsókn í Schenker-höllina. Breiðablik vann síðasta leik þessara liði í Smáranum en síðan þá hafa Haukastrákar ekki tapað leik í deildinni og hafa verið á ótrúlegu flugi. Möguleikar Hauka á að fara beint upp í úrvalsdeild eru enn […]

Frítt á leik Hauka og Fylkis

Síðasta umferð N1-deildar kvenna í handbolta þennan veturinn fer fram um helgina. Haukastelpur taka þá á móti Fylki í Schenkerhöllinni kl.13:30 á laugardag. Leikurinn er afar mikilvægur Haukaliðinu því með sigri gulltryggja þær sæti sitt í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn, sem hefst síðar í mánuðinum. Takist Haukum að komast í úrslitakeppni, bíða þeirrar Deildar og nýkrýndir […]

Flottur sigur gegn Val

Hauka stúlkur heimsóttu Val í Vodafonehöllina í gærkvöldi í 24. umferð Dominosdeildar kvenna. Þetta var leikur sem átti að hafa verið leikinn seinastliðinn Miðvikudag en þurfti að fresta sökum veðurs. Í upphafi leiks skiptust liðin á að eiga góða leikkafla og svo kom tími þar sem allt var hníf jafnt. Haukar áttu svo glæsilegan lokasprett, […]