5.flokkur kvenna Íslandsmeistari í futsal

Haukar eignuðust í dag Íslandsmeistara í knattspyrnu þegar 5.flokkur kvenna tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í futsal (innanhússfótbolta). Okkar stúlkur unnu Breiðablik í úrslitaleik en keppt var á Blönduósi. Heimasíðan óskar stelpunum og þjálfurum þeirra þeim Kristjáni Arnari Ingasyni og Kristjáni Sveinssyni til hamingju með þennan frábæra árangur!

Tap í fyrsta leik í Lengjubikar

Meistaraflokkur karla í knattspyrnu lék í dag sinn fyrsta leik í Lengjubikarkeppni KSÍ í dag þegar þeir mættu Breiðabliki í Fífunni. Lokatölur urðu 1-0 Blikum í vil í nokkuð jöfnum leik þar sem Blikarnir voru meira með boltann en okkar drengir vörðust vel og beittu hröðum sóknum. Mark Blika kom í seinni hálfleik upp úr […]

10 flokkur í körfunni í bikarúrslit

Hörkuleikur var í gærkvöldi í undanúrslitum bikar að Ásvöllum í 10.flokki milli Hauka og KR. Haukastrákar byrjuðu leikinn mun betur og voru mjög einbeittir frá fyrstu mínútu og ætluðu sér greinilega að komast í bikarúrslitin.  Haukar höfðu 15 stiga forystu í hálfleik 38-23 og unnu að lokum sigur 63 – 54 eftir spennandi seinni hálfleik. […]

Haukar áfram á toppnum

Haukar eru áfram á toppnum í N1-deild karla eftir leiki gærkvöldsins. Okkar menn sóttu Frammara heim í Safamýrina og höfðu sigur 23-17 í leik sem verður seint minnst í sögubókunum fyrir fagran handbolta. Það hins vegar skiptir ekki nokkru máli því þessi tvö stig sem náðust telja alveg jafn mikið í lok tímabils og önnur […]

Fram – Haukar í kvöld

Haukar mæta í kvöld Fram í Framhúsinu við Safamýri kl.19:30 í N1-deild karla í handbolta. Leikurinn er mjög mikilvægur eins og allir aðrir leikir í þessari hnífjöfnu og spennandi deild. Einungis fjögur stig skilja að Hauka í efsta sæti deildarinnar og Akureyri sem er í 5. sæti deildarinnar, en efstu fjögur liðin fara í úrslitakeppni […]

Guðmundur Sævarsson í Hauka

Haukum hefur borist gríðarlegur liðsstyrkur í fótboltanum því einn besti hægri bakvörður landsins, Guðmundur Sævarsson skrifaði í gærkvöld undir samning til 1. árs við Hauka. Guðmundur kemur frá FH þar sem hann hefur leikið alla sína tíð, m.a. undir stjórn Ólafs Jóhannessonar sem nú þjálfar Hauka. Guðmundur er 34 ára og á að baki 199 […]

Emil leikmaður 15. umferðar

Emil Barja var valinn leikmaður 15. umferðar af vefsíðunni Karfan.is fyrir frammistöðu sína gegn Keflavík í Iceland Express-deildinni. Haukarnir unnu þar mikilvægan sigur og liðið er komið á sigurbraut í IE-deildinni. Emil átti stórleik gegn Keflavík þar sem hann var aðaldriffjöðurinn í sókninni sem og í vörninni og átti stóran þátt í sigri Hauka sem […]

Haukastelpur úr leik í bikarnum

Haukastelpurnar í körfunni féllu í gærkvöld úr Poweradebikarkeppninni á vægast sagt dramatískan hátt í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Lokatölur urðu 75-73 eftir hádramatískan leik þar sem okkar stelpur náðu að knýja fram framlengingu með því að setja niður þriggjastiga skot þegar um þrjár sekúndur voru eftir að venjulegum leiktíma. Því miður voru heimastúlkur í Njarðvík sterkari […]

Haukar sigrðu Fjölni örugglega

Haukar fylgdu eftir góðum sigri á Kefllavík í síðasta leik með öruggum sigri á Fjölni í Grafarvogi í kvöld 79-68. Ljóst var frá fyrstu mínútu leiksins að Haukar ætluðu sér ekkert annað en sigur í leiknum. Allur annar bragur er nú á leik liðsins og börðust leikmenn Hauka eins ljón frá fyrstu mínútu leiksins. Haukar […]