1×2 Getraunaleikur Hauka

Úrslit Haustleiksins verða kynnt á súpudegi á laugardaginn kl.12 í Forsalnum! Sigurvegarar úrvalsdeilar og 1.deildar verða heiðraðir og glæsileg verðlaun veitt. Fjölmennum öll og eigum saman góða stund! Við sama tækifæri fer fram Nýskráning í Vormótið! sem allir verða að sjálfsögðu að taka þátt í !

Haukar bæta við sig leikmanni

  Haukar hafa bætt við sig þriðja erlenda leikmanninum til að styrkja sig fyrir síðari hluta Iceland Express deildarinnar en seinni umferðin hefst núna á fimmtudaginn þegar að Haukar halda í Stykkishólm og spila við heimamenn í Snæfelli. Leikmaðurinn sem um ræðir heitir Aleek Pauline og kemur frá Norfolk State University. Pauline er 24 ára […]

Haukasigur á Snæfelli

Haukar unnu góðan sigur á Snæfelli í kvöld 66-60 í mikilvægum leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Iceland Expressdeildar kvenna. Með sigrinum í kvöld komust Haukar í 3 sætið með jafnmörg stig og KR en Haukar hafa betur í inbyrðis viðureignum við KR. Leikurinn einkenndist af sterkum vörnum beggja liða þar sem ekkert var […]

Ágúst Goði setti niður Coca Cola skotið

Það var hinn átta ára Ágúst Goði Kjartansson sem að var fyrstur til að setja niður CocaCola skotið í vetur en þessi leikur hefur verið i gangi á heimaleikjum Hauka í vetur. Ágúst fékk að skjóta frá þriggja stiga línunni og smell hitti boltanum í körfuna. Fyrir vikið hélt pjakkurinn mjög sáttur heim með 10 […]

1×2 Getraunaleikur Hauka

Laugardagurinn 21. jan er stóri dagurinn í getraunum hjá Haukum! Þá hefst leikurinn kl.10:00 í Forsalnum á 1.hæð á Ásvöllum. Á hádegi kl.12:00 er boðið upp á súpu og brauð og síðan fer fram verðlaunaafhending þar sem sigurvegarar fyrri umferðar verða heiðraðir. Glæsileg verðlaun verða veitt. Magnús Gunnarsson mun við sama tilefni kynna dagskrá Herrakvölds […]

ACTAVISMÓT 2012

Hið árlega Actavísmót Körfuknattleiksdeildar Hauka  var haldið um helgina í DB Shenkerhöllinni að Ásvöllum! Mjög góð þátttaka var á mótinu í ár en 93 lið með um 600 strákum og stelpum mættu á mótið í ár ásamt um 1.200 foreldrum og aðstandendum leikmanna. Leikið var á 6 völlum laugardag og sunnudag og voru leikirnir alls […]

Haukastelpur áfram í Poweradebikarnum

  Haukar tryggðu sig áfram í Poweradebikar kvenna þegar þær lögðu lið KR að velli í Schenker-höllinni í Hafnarfirði í kvöld. Grípa þurfti til framlengingar til að skera úr um sigurvegarann en Haukar sem hafa haft gott tak á liði KR í vetur gáfu eftir á lokasprettinum eftir að hafa náð þó nokkrum mun. Haukar […]

Haukastelpur áfram í Poweradebikarnum

Haukar tryggðu sig áfram í Poweradebikar kvenna þegar þær lögðu lið KR að velli í Schenker-höllinni í Hafnarfirði í kvöld. Grípa þurfti til framlengingar til að skera úr um sigurvegarann en Haukar sem hafa haft gott tak á liði KR í vetur gáfu eftir á lokasprettinum eftir að hafa náð þó nokkrum mun. Haukar byrjuðu […]

Haukar – KR mætast í Powerade bikarnum á sunnudag

Ágætu Haukafélagar, gleðilegt nýtt körfuboltaár og takk fyrir það gamla. Á sunnudaginn, 8.janúar taka Haukastúlkur á móti KR í 16 liða úrslitum Poweradebikars kvenna,  það er óhætt að segja að þetta sé stórleikur umferðarinnar, enda þarna lið á ferðinni sem í dag eru í þriðja og fjórða sæti í IE deildinni.  Leikurinn fer fram á heimavelli […]

Landsliðsfólk Hauka árið 2011

Haukar eru stórt og mikið íþróttafélag og sést það einna best á því hversu marga landsliðsmenn félagið á í bæði A-landsliðum Íslands og þeim yngri. Fjöldi þeirra leikmanna sem hefur ýmist komist til æfinga eða keppni hjá yngri landsliðum Íslands frá Haukum á árinu 2011 skipti tugum og sýnir það hversu metnaðarfullt yngri flokka starf […]