25 ára gott samstarf innsiglað áfram

Í gærkvöldi, fyrir stórleik Hauka og Akureyrar, var skrifað undir nýjan samning á milli Byr og Hauka. Ásdís Garðarsdóttir, útibústjóri hjá Byr Strandgötu, sagði að því tilefni að það væri ánægjulegt að halda upp á 25 ára samstarfsafmæli við Hauka (Sparisjóður Hafnarfjarðar síðan Byr) með nýjum samningi. Valdimar Óskarsson, formaður hkd Hauka, sagði að þessu tilefni að […]

Riðlaskipting og drög að leikjaniðurröðun í Lengjubikarnum

 KSÍ birti í dag á vef sínum drög að leikjaplani í Lengjubikar karla og kvenna en gert er ráð fyrir að fyrsti leikurinn í Lengjubikarnum hefjist 17.febrúar 2011. Karlalið okkar er í A-deild keppninnar í  3.riðli en A-deildinni er skipt í þrjá riðla og komast einungis fjögur lið áfram í 4-liða úrslit en þar er […]

Stórleikur í handbolta, heimaleikur gegn Akureyri í N1 deildinni

Meistaraflokkur karla í handknattleik þarf að taka á honum stóra sínum þegar það fær til sín topplið Akureyrar í heimsókn á Ásvelli í kvöld  kl. 18.30. Haukar sitja í 4. sæti deildarinnar með 12 stig en Akureyri er með 18 í því 1. “Þetta er lykilleikur til að tryggja okkur í eitt af fjórum efstu […]

Njarðvík átti ekki séns

Haukastelpur léku við Njarðvík í IE-deildinni í gærkvöld og náði í leiknum að hefna fyrir síðasta leik milli þessara liða sem endaði með stórsigri Njarðvíkur. Haukaliðið hefur verið að finna taktinn upp á síðkastið og ljóst að þær ætla sér að vera eitt af fjórum liðum í efri hluta deildarinnar þegar henni verður skipt upp. […]

Haukar og Byr skrifa undir nýjan samning

Fréttatilkynning Byr hefur um margra ára skeið verið aðalstyrktaraðili handknattleiksdeildar Hauka. Samstarfið hefur verið mjög gott og hafa Haukar í handknattleik verið í fremstu röð í samvinnu við Byr. Byr er virkur þátttakandi í íslensku samfélagi og leggur áherslu á að styrkja góð og uppbyggileg verkefni sem stuðla að heilbrigðum lífsstíl allra aldurshópa. Nú er […]

Haukar í horni 20 ára

Haukar í horni er stuðnings- og styrktarfélag Hauka. Einstaklingum og fyrirtækjum gefst báðum kostur á því að gerast meðlimir í Haukum í horni. Félagið var stofnað árið 1990 af handknattleiksdeild Hauka með það markmið að fjármagna komu tékkneska landsliðsmannsins Petr Baumruk til Hauka og er félagið því 20 ára um þessar mundir. Bæði Baumruk og […]

Haukar fá Njarðvík í Powerade-bikarnum

Í dag var dregið í 8-liða úrslit Powerade-bikars karla og kvenna. Meistaraflokkur karla og kvenna voru í drættinum og fæ bæði liðin Njarðvík sem næstu andstæðinga sína í bikarnum. Strákarnir fá heimaleik á meðan stelpurnar þurfa að skella sér í Ljónagryfjuna og mæta þeim grænu á þeirra heimavelli. Það voru þau Hannes Jónsson, formaður KKÍ, […]

Haukar B í efsta sæti 1.deildar kvenna

Haukar-b unnu mjög góðan sigur á Stjörnunni í gærkvöldi í 1. deild kvenna. Stjarnan var taplaus fyrir þennan leik í 1. deildinni og þær ætluðu sér að sækja sigur á Ásvelli í kvöld en rauði herinn var svo sannarlega ekki á því að gefa nágrönnum sínum úr Garðabænum sigurinn og gerðu okkar stúlkur sér lítið […]

Haukar eiga 8 leikmenn í landsliðshópum í yngri landsliðum í körfu

Haukar eiga 8 leikmenn í yngri landsliðs hópum í körfunni. Karfan í Haukum fékk frábærar fréttir s.l. þriðjudag þegar val á yngri landsliðum Íslands var tilkynnt en Haukar eiga þar 8 glæsilega fulltrúa sem æfa munu af krafti um jólin. Um er að ræða æfingahópa sem 12 leikmenn verða valdir úr í endanleg yngrilandslið KKÍ. […]