Pepsi deild kvenna

Á morgun laugardag 22. maí leika Haukastúlkur sinn annan heimaleik í Pepsí deildinni. Leikið er við  Þór/KA. Leikurinn hefst kl. 16.00 á Ásvöllum . Stelpurnar þurfa á öllum góðum stuðningi að halda í leiknum. Þór /KA er eitt af efstu liðum deildarinnar en með góðum stuðningi áhorfenda getur liðið okkar náð góðum úrslitum. Mætum öll.

Sveinn Þorgeirsson gengur til liðs við Hauka

Sveinn Þorgeirsson, skytta úr Víkingi, hefur gengið til liðs við Íslandsmeistara Hauka. Sveinn er 23 ára og er uppalinn Fjölnismaður. Sveinn var markahæsti leikmaður Víkings á nýliðinni leiktíð með tæp hundrað mörk. Hann er öflugur varnarmaður og sterkur karakter innan vallar sem utan. Sveinn styrkir því lið Hauka fyrir baráttuna á komandi leiktíð, jafnt í deildinni hér heima og utan landsteinanna þar […]

Gísli Guðmundsson ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og markmannsþjálfari félagsins

Gísli Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í handknattleik auk þess að annast markmannsþjálfun í meistaraflokkum og yngri flokkum félagsins. Gísli Guðmundsson er því kominn aftur í raðir Hauka eftir skamma veru á Seltjarnarnesi. Það er mikill fengur fyrir félagið að fá Gísla aftur til starfa enda þekkjum við vel til verka hans og vitum hversu […]

Uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar

Uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar verður í dag kl. 18:00. Við viljum hvetja alla iðkendur til að mæta og bjóðum foreldra sérstaklega velkomna með. Keppt verður í meistarakeppni í Bolla. Grillaðir hamborgarar og gos handa öllum.

Sex stiga leikur á morgun, Selfoss – Haukar

Á morgun, fimmtudag, leikur meistaraflokkur karla sinn þriðja leik í Pepsi-deildinni þetta sumarið. Leikurinn er gegn Selfossi á þeirra heimavelli en heimavöllur þeirra er gífurlega sterkur og síðustu ár hafa fá lið farið með stig frá Selfossi. Haukar og Selfoss þekkjast mjög vel því liðin hafa leikið í sömu deild síðastliðin fjögur sumur en sumarið […]

Grein eftir Gylfa Orrason

Um rangstöðu Hvenær á að dæma rangstöðu og hvenær á ekki að dæma rangstöðu? 14.4.2010 Knattspyrna er leikur sem gengur út á það að skora mörk þar sem annað liðið nýtir tæknilega hæfileika sína til þess að sigrast á hinu. Sóknarliðið nýtir sína hæfileika til þess að sækja og varnarliðið sína hæfileika til þess að […]

Fylkir-Haukar í kvöld

Stelpurnar spila í annari umferð Pepsideildarinnar á Fylkisvelli kl. 19:15 í kvöld. Allir að mæta og styðja við bakið á þeim. ÁFRAM HAUKAR!!!!!!!!!!!

Rútuferðir á Selfossleikinn

Kæra Haukafólk! Rútuferðir til Selfoss verða frá Ásvöllum á fimmtudaginn kl 17:30, ef næg þátttaka næst. Hersveitin mun mæta og halda uppi stuðinu. Rútuferðin kostar 1000 kr. Þetta er einn af mikilvægustu leikjum sumarsins og strákarnir þurfa á öllum okkar stuðningi að halda. Hægt er að bóka sig á facebook síðu hersveitarinnar; Hersveitin stuðningsmannasveit Hauka […]

adsad

Her kemur textinn sdf sdf   sdf sd f dsf sd fs df sd f sdf sd f dsf  

Tap í fyrsta heimaleik

Það var stórdagur í gær fyrir alla Hafnfirðinga. Haukar og FH mættust innbyrðis í fyrsta sinn í 36 ár í knattspyrnu karla í meistaraflokki og það á heimavelli Hauka í Reykjavík. Rúmlega 2000 áhorfendur gerðu allt vitlaust á vellinum og var stemmingin ólýsanleg. Eitt mark skyldi liðin af, og var það mark frá svart-hvítum fimleikapeyjum […]