Heather og Ragna í Stjörnuleiknum

Nú í vikunni voru Stjörnuliðin valin fyrir árlega Stjörnuleiki KKÍ. Að þessu sinni var bryddað upp á þeirri nýbreytni að velja liðin í beinni útsendingu á Sporttv.is. Í kvennaleiknum stjórna þeir Benedikt Guðmundsson og Ágúst Björgvinsson annars vegar Iceland Express-liðinu og hinsvegar Shell-liðinu. Heather Ezell var fyrsti leikmaðurinn sem var valin en hana valdi Benedikt […]

Góður sigur á Ármanni

Haukar mættu Ármanni í Laugardalshöll og var jafnræði með liðunum til að byrja með. Þegar síga fór á seinni hlutann náðu Haukar mjög góðu forskoti og voru yfir með 20 stigum í byrjun fjórða leikhluta. Ármenningar náðu aðeins að bíta frá sér undir lokinn en Haukar unnu á endanum 13 stiga sigur 68-81. Hjá Haukum […]

Æfingaleikur við Fjölni á mánudaginn

Á mánudaginn mun meistaraflokkur karla leika sinn annan æfingarleik á undirbúningstímabilinu og nú gegn 1.deildarliðinu Fjölni sem féll úr Pepsi-deildinni á síðasta tímabili. Leikurinn fer fram í Egilshöllinni og hefst klukkan 18:30. Haukar spiluðu í síðustu viku gegn Víking og sigruðu þann leik 2-1 með mörkum frá Arnari Gunnlaugssyni og Guðjóni Pétri Lýðssyni.  Við hvetjum […]

Haukastelpur töpuðu í Grindavík

Haukastelpur töpuðu fyrir Grindavík í kvöld 95-80 í 8. umferð Iceland Express-deild kvenna. En heil umferð fór fram í kvöld. Eftir leiki kvöldsins eru Haukar í 5. sæti deildarinnar með sex stig eins og Snæfell. En eftir 14 umferðir er deildinni skipt í A og B hluta og liðin sem enda í fjórum efstu sætunum […]

Búið að draga í Eimskipsbikarnum og í EHF keppninni

Í hádeginu í dag var dregið í 8-liða úrslitum í Eimskipsbikar karla og kvenna en dregið var í fundarsal ÍSÍ. Einnig var dregið í 16-liða úrslitum í Evrópukeppni félagsliða í hádeginu í dag. Kvennalið Hauka drógst gegn Íslands-og bikarmeisturum Stjörnunnar og fer leikurinn fram í Mýrinni, heimavelli Stjörnunnar. Haukaliðið hefur harma að hefna gegn Stjörnunni […]

Skráning hafin á Actavismótið

  Actavismótið í Hafnarfirði verður haldið helgina 19-20 desember næstkomandi. Actavismótið er haldið að Ásvöllum í Hafnarfirði. Mótið er fyrir krakka 11 ára og yngri og 4 leikmenn leika inná í hverju liði. Það er gert til þess að hver leikmaður fái að njóta sín betur og leikgleði leikmanna mun skýna í ljós. Skráning er […]

Dregið í Eimskipsbikarnum á morgun

Á morgun, þriðjudag, verður dregið í 8 liða úrslit karla og kvenna í Eimskipsbikarnum. En Haukar eiga lið í báðum keppnunum. Dregið verður í fundaraðstöðu ÍSÍ  og hefst drátturinn kl.12.15. Þau lið sem verða í drættinum á morgun eru eftirfarandi: Liðin sem verða í pottinum hjá körlunum eru: FH, Fram, Grótta, Haukar, HK, Selfoss, Valur […]

Tvö lið með 12 rétta í getraunaleik Hauka 221

Getraunaleikur Hauka 221 hófst síðastliðinn laugardag 21. nóvember.  Leikurinn fór vel af stað og nú þegar eru komin yfir 65 lið í keppnina.  Hægt er að skrá sig í getraunaleikinn á næsta leikdegi en síðan verður leiknum lokað.  Mikil stemming var meðal Haukafélaga sem sjá getraunaleikinn sem frábæran vettvang fyrir stutta samverustund og spjall í […]

Haukar-B töpuðu í Smáranum

Strákarnir í Haukum-b töpuðu í dag fyrir Breiðablik-b í B-liðadeildinni 99-84. Slæmur kafli í 1. leikhluta var strákunum að falli en þeir náðu aðeins að rétta úr kútnum og gera leikinn aðeins spennandi en Blikar reyndust einu númeri of stórir og unnu sanngjarnan sigur. Benedikt Sigurðsson var stigahæstur með 17 stig og Davíð Sverrisson skoraði […]