Alexander Freyr Sindrason í U-17 ára landsliðið

Alexander Freyr Sindrason, leikmaður 2. og 3. flokks karla í fótbolta, hefur verið valinn í lokahóp U-17 ára landsliðsins í knattspyrnu sem tekur þátt í undankeppni EM 17 ára og yngri í Wales.  Mótherjar Íslands, ásamt heimamönnum, eru Rússland og Bosnía. Haukar óska Alexander Frey innilega til hamingju með landsliðssætið.

Hafnarfjarðarmótið hefst á morgun

Undirbúningurinn fyrir N1-deildina er í fullum gangi hjá öllum liðunum í deildinni. Nokkur undirbúningsmót hafa farið fram, Ragnarsmótið á Selfossi og Opna Reykjavíkurmótið sem hefur verið í umræðunni að undanförnu. En næsta mót er Hafnarfjarðamótið sem fram fer um helgina og taka fjögur lið þátt í því móti og líklega þau fjögur sterkustu á landinu […]

Skákæfing 22. september 2009

Alls mættu 11 manns á skákæfingu.  Aui kom sá og lenti í 2. sæti eftir innbyrðis tap gegn Varða. 1-2. Þorvarður F. Ólafsson 8,5 v.1-2. Auðbergur Magnússon formaður 8,5 v.3-4. Páll Sigurðsson 7 v.3-4. Snorri S. Karlsson 7 v.5. Egill Þórðarson 6,5 v.6. Einar Valdimarsson 5 v.7. Geir Guðbrandsson 4 v.8. Tjörvi Schiöth 3 v.9. […]

Meistarakeppni HSÍ á þriðjudaginn

Á næstkomandi þriðjudag, 29.september fer Meistarakeppni HSÍ fram í Laugardalshöllinni. Bæði er leikið í karla og kvenna flokki þennan dag. Meistarakeppni HSÍ er einn leikur þar sem Íslandsmeistararnir og bikarmeistararnir frá síðasta ári mætast. Haukar leika því í karlaflokki og mæta þar bikarmeisturum Vals sem sigruðu Gróttu nokkuð örugglega í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Leikurinn hefst […]

Haustbragur í Grafarvogi

Það var haustbragur á stelpunum okkar í Grafarvoginum um helgina en Haukaliðið tók þátt í æfingamóti sem Fjölnir stóð fyrir. Fyrri leikurinn gegn Val tapaðist 56-53, liðið var að leika illa og var Henning, þjálfari,  ósáttur við stemmninguna og hugarfarið í liðinu.  Ekki náðist upp almennileg barátta og sterkar Valsstelpur náðu að innbyrða sigur gegn […]

Góðir sigrar á Valsmóti

Haukar unnu góða sigra í dag á Valsmótinu í dag. Fyrri leikur liðsins var gegn Skallagrími og vannst góður sigur 57-45. Seinna um daginn sigruðu Ísfirðingar ÍR og var því um hreinan úrslitaleik þegar Haukar mættu KFÍ seinna um daginn. Það var ljóst fyrir leikinn að Haukar þyrftu að sigra með átta stigum til að […]

Tap gegn ÍR á Valsmótinu

Haukar töpuðu fyrir ÍR á Valsmótinu fyrr í kvöld 72-57. Liðið á tvo leiki á morgun Skallagrím kl. 14.00 og svo gegn KFÍ kl. 18.00. Ef strákarnir vinna báða leiki eiga þeir góða möguleika á að komast í undanúrslit en leikið er um sæti á sunnudag.

Tinna Mark : ,,bara að æfa eins og hundar í vetur“

Það hefur ekki farið framhjá neinum Haukamanni að stelpunum í fótboltanum tókst að sigra 1. deildina í úrslitaleik á móti FH um daginn og þar með að tryggja sér sæti í Pepsi deildinni að ári. Við á heimasíðunni höfðum því samband við Tinnu Mark leikmann liðsins og spurðum hana nokkurra spurninga út í sumarið.   […]

Árlegt Valsmót

Haukar leika á árlegu Valsmóti sem að þessu sinni er haldið í samvinnu við Reebok og hefst það á morgun föstudaginn 18. sept.. Alls eru 8 lið sem skráð hafa sig til leiks og leika Haukar í riðli með ÍR, KFí, og Skallagrími. Sömu helgi spila stelpurnar í Grafarvogi. Eiga þær leik við Val kl. […]

Síðasti leikur sumarsins á laugardaginn

Til hamingju Haukamenn. Meistaraflokkur karla í knattspyrnu er þegar búið að tryggja sér þátttökurétt í Úrvalsdeildinni á næsta ári en það er þó ein umferð eftir af 1. deildinni. Sú umferð verður leikin á laugardaginn klukkan 14:00 og mæta strákarnir Þórsurum fyrir norðan á Þórsvellinum fagra. Það er þæginlegt að liðið sé búið að tryggja […]