Haukar á Umhverfisvaktinni

Það var galvaskur hópur Haukamanna sem sást á vappi í Norðurbænum í gær að fegra bæinn okkar. Tíndi hópurinn rusl og hjálpaði að gera bæinn okkar sem snyrtilegastan fyrir 17. júní. Fegrunarátakið er hluti af Umhverfisvakt Hafnarfjarðarbæjar en það eru nokkrir hópar Haukamanna sem eru með hin ýmsu hverfi Hafnarfjarðar. En alls er bænum skipt […]

Guðrún til Hauka á ný

Haukar hafa fengið liðsstyrk fyrir titilvörn næsta vetrar en landsliðskonan og bakvörðurinn Guðrún Ámundadóttir hefur gengið til liðs við Hauka á ný. Guðrún lék með KR á nýafstöðnu tímabili og varð hún Subway-bikarmeistari með þeim röndóttu. KR-ingar léku einnig til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn en töpuðu í fimm leikjum gegn Haukum. Á nýliðinni leiktíð var Guðrún með […]

Haukar mæta Fjarðabyggð á 17. júní

Haukar mæta Fjarðabyggð á Ásvöllum þjóðhátíðardagin 17. júní. Leikurinn hefst kl. 12.30. Er þetta fyrsti leikur 32-liða úrslitanna í Visa-bikarnum en leikirnir klárast 18. júní. Hinir leikirnir í 32-liða úrslitum.  

Haukar – Þróttur, Visa bikar

  Næstkomandi þiðjudag, 9. júní, er leikur í Visa bikar kvenna á Ásvöllum þegar Þróttur Reykjavík mætir í heimsókn.  Leikurinn hefst kl. 20:00.   Haukaliðið hefur verið mjög sterkt í upphafi tímabilsins og eru efstar í sínum riðli í 1 deild kvenna.   Nú er þörf á öflugum stuðningi Hauka í horni og komum stelpunum […]

Tveir leikmenn skrifuðu undir samning hjá Haukum

Í síðustu viku skrifuðu tveir leikmenn undir nýjan samning við hkd. Hauka. Hkd. Um er að ræða Elías Már Halldórsson sem kom til liðsins á miðju keppnistímabilinu 2007/2008 og Jónatan Jónsson sem er uppalinn hjá Haukum en var lánaður til FH á síðasta tímabili (2008/2009). Þar áður höfðu tveir leikmenn gengið til liðs við Hauka, […]

Glæstur sigur Hauka á ÍA í kvöld.

Haukar og ÍA mættust á gervigrasinu á Ásvöllum í kvöld í stórleik 5. umferðar 1.deildar karla. Fínt veður var til knattspyrnuiðkunnar og var leikurinn mjög skemmtilegur.   Leikurinn byrjaði rólega en Skagamenn skoruðu fyrsta mark leiksins á 9. mínutu en þá skoraði Andri Júlíusson með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá Ólafi Valdimarssyni. Haukamenn sóttu töluvert […]

Stórleikur á morgun, Haukar – ÍA

Stórleikur í 1.deild karla fer fram á Ásvöllum á morgun, en þá mætast Haukar og ÍA. Leikurinn hefst klukkan 20:00. Frítt er inn fyrir félaga í Haukar í horni og einnig er sérstakur boðsmiði í gangi fyrir foreldra iðkenda í Haukum og við hvetjum því foreldra að mæta á leikinn á morgun með börnunum og […]

Fjölmargir Haukarar í íslenska landsliðinu

Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik valdi 21-manns leikmannahóp sem mun taka þátt í næstu fjórum leikjum Íslands í undankeppni fyrir EM 2010. Þeir Andri Stefan, Kári Kristján Kristjánsson, Freyr Brynjarsson og Sigurbergur Sveinsson eru allir í hópnum en þeir urðu Íslands-og deildarmeistarar með Haukum í vetur. Það eru fleiri leikmenn í hópnum sem […]

Haukar fá heimaleik

Haukar mæta Fjarðarbyggð í 32-liða úrslitum í Visa-bikarnum en dregið var í dag. Leikið verður á Ásvöllum en leikdagur er 18. eða 19. júní. Þessi lið mættust 16. maí á Ásvöllum og þá fóru Haukamenn með sigur af hólmi 3-1 þar sem Andri Janússon skoraði eitt mark og Hilmar Rafn Emilsson tvö. Haukar-Fjarðarbyggð