Fyrsta Gamlársdagshlaup Hauka

Á gamlársdag verður Gamlárshlaup Hauka þreytt í fyrsta sinn og hefst hlaupið kl. 10:30 við Ásvelli. Almenningsíþróttadeild Hauka stendur fyrir hlaupinu. Vegalengda án tímatöku er 10 km. Að loknu hlaupi gefst þátttakendum tækifæri til að vera við árlega tilnefningu á íþróttamanni Hauka, athöfnin á sér stað í veislusal Hauka kl.12:30.

Ketkrókur

Næsti sveinn er Ketkrókur. Ketkrókur, sá tólfti,  kunni á ýmsu lag.-  Hann þrammaði í sveitina  á Þorláksmessudag.  Hann krækti sér í tutlu,  þegar kostur var á.  En stundum reyndist stuttur  stauturinn hans þá.

Sveinn Ómar og Kristrún körfuknattleiksfólk Hauka 2008

Þau Kristrún Sigurjónsdóttir og Sveinn Ómar Sveinsson eru körfuknattleiksfólk Hauka fyrir árið 2008. Verða þau þar með í kjöri til íþróttmanns Hauka sem verður valinn á gamlársdag.   Útnefning þeirra var tilkynnt í jólaveislu körfuknattleiksdeildarinnar á föstudagskvöld en þetta er annað árið í röð sem Kristrún er útnefnd körfuknattleikskona Hauka og í fyrsta Skipti sem […]

Gáttaþefur er kominn til byggða

Næsti sveinn er Gáttaþefur. Ellefti var Gáttaþefur  -aldrei fékk sá kvef,  og hafði þó svo hlálegt  og heljarstórt nef.  Hann ilm af laufabrauði  upp á heiðar fann,  og léttur, eins og reykur,  á lyktina rann.

Næstur kom Gluggagægir

Næsti sveinn er Gluggagægir. Tíundi var Gluggagægir,  grályndur mann,  sem laumaðist á skjáinn  og leit inn um hann.  Ef eitthvað var þar inni  álitlegt að sjá,  hann oftast nær seinna  í það reyndi að ná.

Bjúgnakrækir kom níundi

Næsti sveinn er Bjúgnakrækir. Níundi var Bjúgnakrækir,  brögðóttur og snar.  Hann hentist upp í rjáfrin  og hnuplaði þar.  Á eldhúsbita sat hann  í sóti og reyk  og át þar hangið bjúga,  sem engan sveik.

Síðasti dagur til að skrá lið í Actavismótið

  Föstudaginn 19 desember er lokadagur til skráningar á Actavismótið 2009 Hægt er að senda skráningu á brynjarorn@haukar.is   Mótið er ætlað stúlkum og drengjum 11 ára og yngri. Hvert lið telur a.m.k. fjóra leikmenn en fjórir leikmenn eru ávallt inná hverju sinni. Stig eru ekki talin í Actavismótinu og eru því allir sigurvegarar. Hver […]

Skyrgámur er næstur

Næsti sveinn er Skyrgámur. Skyrjarmur, sá áttundi,var skelfilegt naut.Hann hlemminn o´n af sánummeð hnefanum braut. Svo hámaði hann í sigog yfir matnum gein,uns stóð hann á blístriog stundi og hrein.

Haukar tróna á toppnum

Haukar sitja á toppi Iceland Express-deildar kvenna þegar jólafrí hefst en þær unnu sannfærandi sigur á KR í gærkvöldi 89-62. Eftir jafnan 1. leikhluta var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda og Haukar unnu auðveldan og góðan sigur. Stigahæst hjá Haukum var Kristrún Sigurjónsdóttir með 29 stig og næst henni kom Slavica Dimovksa með […]

Þrjár Haukastelpur í U-15

Jón Halldór Eðvaldsson, landsliðsþjálfari stúlkna 15 ára og yngri hefur valið þrjár Haukastúlkur í æfingahóp sinn sem kemur saman milli jól og ný árs. Þær Margrét Rósa Hálfdanardóttir, Lovísa Björt Henningsdóttir og Kristjana Ósk Ægisdóttir eru allar í hópnum sem mun æfa milli jól og ný árs. Margrét Rósa er fædd 94 en þær Lovísa […]