Haukar U tapaði gegn Gróttu í gær

Í gær áttust við Haukar U og Grótta í 1.deild karla í handknattleik. Þetta var þriðji leikur dagsins hjá meistaraflokki Hauka á Ásvöllum en fyrri tveir höfðu báðir unnist.  Leikurinn byrjaði afar fjörlega og Haukar náðu yfirhöndinni snemma leiks og héldu henni út fyrri hálfleikinn, staðan í hálfleik 16 – 13 Haukum í vil. Það […]

Powerade-bikarinn hefst í kvöld

Í kvöld hefst körfuboltavertíðin þegar Powerade-bikarinn fer af stað. Haukastelpur hefja leik á heimavelli en þær fá Val í heimsókn í kvöld og hefst leikurinn kl. 19:15. Haukar hafa unnið þennan bikar tvisvar sinnum árin 2006 og 2007. Aðrir leikir í átta liða úrslitum Powerade-bikarsins eru: KR-FjölnirKeflavík-SnæfellGrindavík-Hamar Mynd: Landsliðskonan Kristrún Sigurjónsdóttir er lykilmaður í Haukaliðinu […]

Fjögur stig í hús í dag

Í dag tóku meistaraflokkur kvenna á móti Gróttu og meistaraflokkur karla á móti Akureyri á Ásvöllum. Báðir leikirnir enduðu með Haukasigri og því fjögur stig í hús á Ásvöllum í dag. Haukastelpurnar byrjuðu mun betur í leiknum gegn Gróttu og komust fljótlega í stöðuna 9 – 4. Gróttustelpur náðu þó að minnka muninn fyrir leikhlé […]

Handboltaveisla fyrir alla fjölskylduna á laugardag

Haukar leggja mikla áherslu á skapa umgjörð á heimaleikjum félagsins þar sem fjölskyldan í Firðinum getur átt skemmtilegar samverustundir, notið fyrsta flokks skemmtunar og spennandi handboltaleikja. Við viljum bjóða upp á skemmtun við allra hæfi. Síðustu helgi var skemmtileg fjölskyldustemming á Ásvöllum þegar Haukar hófu leik í N1 deild karla og kvenna auk þess sem […]

Hvað segir Árni Þór? Haukar – Akureyri á morgun

Á morgun, laugardag, spilar meistaraflokkur Hauka í karlaflokki gegn Akureyri í 2.umferð N1-deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 16:00 en leikurinn verður spilaður á Ásvöllum. Fyrr um daginn leikur meistaraflokkur kvenna gegn Gróttu í N1-deild kvenna klukkan 14:00 og Haukar U lýkur svo deginum þegar þeir spila gegn Gróttu í 1.deild karla klukkan 18:15. Í liði […]

Dennis Curic og Sara Björk Gunnarsdóttir markahæst

Á nýafstöðnu knattspyrnutímabili urðu þau Dennis Curic og Sara Björk Gunnarsdóttir markahæst hjá Haukum. Dennis skoraði 10 mörk í 19 leikjum, þar af 9 mörk í 1. deildinni og varð hann áttundi markahæsti leikmaður 1. deildar karla í sumar. Sara Björk deilir 6. til 10. sæti yfir markahæstu leikmenn 1. deildar kvenna A-riðils en var […]

Haukar í horni í örum vexti

Starfsemi Hauka í horni fer vel af stað á nýrri handboltavertíð. Mikil fjölgun átti sér stað á fyrstu heimaleikjum félagsins um síðustu helgi og feikigóð stemmning var í VIP herberginu. Fjöldi félaga nýttu sér þá nýjung að geta keypt sér merkt sæti í handboltastúkunni á hagstæðum kjörum og er það mikið fagnaðarefni. Allir eru velkomnir í […]

Yngri flokkarnir að fara af stað

Keppnistímabil yngri flokkana hefst um helgina en þá fer fram keppni í fyrstu umferð. Stúlknaflokkur og 8. flokkur karla verða á ferðinni. Stelpurnar keppa í Grindavík en strákarnir í 8. flokki verða á heimavelli. Stúlknaflokkur er í A-riðli en þær eru ríkjandi Íslandsmeistarar. Þjálfari þeirra er Davíð Ásgrímsson. Áttundi flokkur drengja er undir stjórn Ómar […]

Salih Heimir Porca tekinn við mfl. kvenna í knattspyrnu

Salih Heimir Porca hefur tekið við þjálfarun meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá Haukum. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í gær en auk meistaraflokks mun hann þjálfa 2.flokk kvenna. Salih Heimir Porca þekkir vel til á Ásvöllum en hann þjálfaði hér síðasta fyrir tveimur árum en í millitíðinni þjálfaði hann hjá Keflavík. Salih […]

Tap í lokaleiknum

Meistaraflokkur karla tapaði síðasta leik sumarsins þegar þeir fengu Stjörnumenn í heimsókn á laugardag. Haukar sem sigldu um miðja deild höfðu að fáu að keppa, sætið í deildinni löngu tryggt og draumarnir að vinna sér sæti í Landsbankadeildinni að ári fjarlægir. Það voru hinsvegar Stjörnumenn sem höfðu að mikla að keppa en með sigri myndu […]