Fosvogsmót HK

Fosvogsmót HK verður haldið í Fagralundi í Kópavogi helgina 26-27 ágúst 5 flokkur keppir laugardag 25 ágúst, 4 flokkur sunnudag 26 ágúst. 5 flokkur keppir fyrsta leik kl.09.30 móti lýkur 14.00 laugardag,en 4 flokkur fyrsta leik sunnudag kl.09.00 móti lýkur 14.00. Foreldrar eru hvattir til að mæta og kvetja Hauka. Sjáumst í Fagralundi.

Æfingar að hefjast!!!

Skákæfingar byrja næstkomandi þriðjudag, 29/8 kl. 1930. Barnaæfingar byrja þriðjudaginn 5/9 kl. 1700. Allir velkomnir. Ókeypis fyrir alla.

Æfingataflan komin á netið

Æfingatafla yngri flokka er komin inn á vefinn. Hægt er að sjá æfingar flokkana með því að smella á Yngri flokkar hér til vinstri og velja flokkinn. Æfingar samkvæmt þessari æfingatöflu hefjast næsta mánudag, 28.ágúst.

Álftanesmót 26. ágúst

Álftanesmótið er nú um helgina. Ég hef skipt liðnu í nokkra hópa og eiga þeir að mæta sem hér segir: Kl: 09:15> Snjólfur, Jóakim, Daði Róberts,Helgi Fannar, Steinar, Jóhann, Yngvi, Kristófer, Kl: 10:40> Logi, Gunnar Óli, Kristján Daði, Þorgeir, Daði Snær, Ísak, Egill Örn, Einar Ólafur, Kl:11:15> Andri Sc., Karl Viðar, Ólafur Örn, Ólíver, Gísli, […]

HK-mótið 30. ágúst

HK-mótið, síðasta mót sumarsins, verður í Fagralundi 30. ágúst á miðvikudegi frá klukkan 5-8. Fagrilundur er knattspyrnusvæði HK og er fyrir neðan Nýbílaveginn í Kópavogi. Spilaðir verður í A, B, C og D liðum. Leikið verður á fjórum völlum á glænýju gervigrasi í Lundinum. Leiktími verður 2×12 mínútur. Skipulagið er þá þannig að hvert lið […]

Álftanesmót – 26. ágúst 2006

Komið þið sæl. Næsta laugardag verður farið á Álftanes og leikið það á Álftanesmótinu. Keppt verður í A, B, C og D liðum og fara allir leikir fram á glæsilegum grasvelli félagsins. Öll aðstaða er til fyrirmyndar og kappkostað verður við að gera mótið allt hið glæsilegasta. Dagskrá liggur ekki fyrir en búast má við […]

Reykjavík Open 2006

Hið árlega handboltamót Reykjavík Open verður haldið dagana 23.-26. ágúst. Strákarnir spila í Austurbergi og stelpurnar í Seljaskóla. Vekjum athygli á að Haukar eru með tvö lið í karlaflokki. Hér má sjá leikjaniðurröðun.

Evrópudráttur

Í gær var dráttur í Evrópukeppninni og mæta strákarnir okkar tapliðinu úr leikjum Constanta frá Rúmeníu og Pallamano Conversano frá Ítalíu. Þessi lið mætast í forkeppni meistaradeildarinnar 2. og 9 sept. Fyrri leikur strákanna verður úti helgina 30.sept./1.okt og seinni leikurinn heima viku síðar.

Haukar-TK í kvöld.

Haukar og Tk keppa í kvöld á Ásvöllum í Hraðskákkepni Hellis. Það verður byrjað að tefla kl. 19. Allir velkomnir að koma og horfa á.