Titill fréttarinnar

Nú fer senn að koma að Páskafríi, en það verður æfing í dag þriðjudag fyrir þær sem hafa áhuga á því og svo er komið frí framm yfir Páska. Þá verða saman á æfingu 5., 6. og 7.kvk á sama tíma á Ásvöllum klukkan 16:00. Annars bara gleðilega páska og hafið það sem allra best […]

2. fl. kk í 2. sæti

Lið 2. fl. karla (A) lauk keppni á ,,Spring Classic Tournament“ í Virginia í gær. Liðið hafnaði í 2. sæti en leikir gærdagsins voru: Strougburg United – Haukar-1: 0-0 Haukar-2 – Beach FC Blaze: 1-2 (Ari Baldur, 1) Hópurinn, 24 leikmenn og 13 fylgdarsveinar eru nú stödd í Baltimore. Leikið verður við háskólalið í borginni […]

Fjáröflun

Þriðjudaginn 22 mars verða afhentar vörur vegna fjáröflunar hjá 5 fl kvenna Við verðum í vallarhúsinu sem er við fótboltavellina á Ásvöllum. Við ætlum að byrja kl 17.30 og verðum til kl 19.00. ATH það verður bara þessi eini dagur og tími. Það sem ekki gengur út verður skilað til söluaðila. Hægt er að hafa […]

Páskaeggjamót Hauka

Páskamótið fer fram þriðjudaginn 22. mars frá kl. 17.15 til 19.30 í Íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirði. Þe. á framlengdum æfingatíma skákdeildar Hauka. Öllum krökkum 15 ára og yngri er opin þátttaka og er ókeypis. Tefldar verða 7 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma á mann og notast verður við Svissneskt kerfi. Teflt er um […]

Haukadagur á Ásvöllum

Þetta var sannkallaður Haukadagur á Ásvöllum í gær. Að vinna tvo Deildarmeistaratitla á dag er toppurinn. Það var frábært að vera með bæði liðin okkar í úrslitum um Deildarmeistaratitil á sama degi og sama stað og það á heimavelli. Enda var gleðin og ánægjan þvílík þegar báðir bikararnir voru okkar, að menn gátu vart hætt […]

7-0 sigur á BÍ

Boltafélag Ísafjarðar reyndist ekki mikil fyrirstaða fyrir Haukana sem unnu mjög öruggan og auðveldan sigur 7-0, í annarri umferð Deildarbikarkeppninnar. Það var ljóst strax í byrjun í hvað stefndi. BÍ, sem spilaði leik deginum áður gegn Gróttu og tapaði 2-1, virtist beita einhverjum vísi af hinu sjaldséða 6-3-1 leikkerfi. Langar sendingar fram á við án […]

Kveðjur frá USA

2. flokkur karla og fylgdarlið eru nú stödd í Virginia Beach í USA. Ferðin hefur genið vel og allir vel á sig komnir fyrir utan ferða- og leikjaþreytu. Leikið var í gær í Beach FC Soccer Tournament: Haukar A – Beach FC Blaze: 4-0 (Andri J (2), Guðbjörn (2). Haukar A – World Class Premier: […]

Strákarnir deildarmeistarar

Strákarnir fylgdu stelpunum eftir og toppuðu fullkominn dag þegar þeir sigruðu ÍR í mögnuðum leik og tryggðu sér fjórða deildarmeistara titilinn í röð. Frétt mbl.is verður einnig látin nægja í bili: Haukar eru deildarmeistarar í úrvalsdeild karla í handknattleik, DHL-deild, eftir 31:29 sigur gegn ÍR í úrslitaleik um efsta sæti deildarinnar. ÍR féll því niður […]

Stelpurnar deildarmeistarar

Stelpurnar völtuðu yfir gestina frá vestmannaeyjum og tryggðu sér deildarmeistara titilinn. Frétt mbl.is um leikinn verður látin nægja til að byrja með: Kvennalið Hauka í handknattleik varð í dag deildameistari í 1. deild, DHL-deild, en Haukar lögðu ÍBV með 14 marka mun í úrslitaleik um efsta sæti deildarinnar, 35:21. Valur lagði Stjörnuna á sama tíma […]

Deildarbikar karla á sunnudaginn

Við minnum á að Meistaraflokkur karla mun etja kappi við Boltafélag Ísafjarðar á morgun, sunnudaginn 20. mars, í Reykjaneshöllinni klukkan 11:00. Þetta er annar leikur liðsins í B-deild Deildarbikarkeppninnar en fyrsta leiknum lauk með 3-0 sigri Hauka á ÍR. Eitthvað er um meiðsli og leikbönn hjá liðinu og því munu einhver ný og nokkur nýlegri […]