Landsliðshópar

Framtíðin er björt hjá Haukum að vanda. Eftirtaldir unglingar hafa verið valin í landsliðshópa 1988-1990 og eru æfingar hjá þeim núna í ágúst.. 16 ára landslið: Sunna Skarphéðinsdóttir Þröstur Þráinsson 1990 Hópurinn: Jónas Bragi Hafsteinsson Kristján Arnarsson Stefán Sigurmannsson Stefán Huldar Stefánsson Tjörvi Þorgeirsson FRÁBÆRT HJÁ YKKUR – TIL HAMINGJU

Leikur gegn Njarðvík í kvöld

Meistaraflokkur Karla mun leika gegn Njarðvík í kvöld klukkan 19:00 í Njarðvík. Viljum við hér með hvetja alla Haukamenn til að láta sjá sig á vellinum. Endilega mætið með trommur eða önnur þannig hljóðfæri.

Haukamótið í golfi 2004.

|| Haukagolf 2004 || Golfmót Hauka verður haldið á Hvaleyrinni föstudaginn 27. ágúst næstkomandi. Ræst verður út frá kl. 11:00 til kl. 15:00. Nánar um fyrirkomulag mótsins síðar

Haukar mæta Helli í Hraðskákinni!!

Skákdeild Hauka mætir Taflfélaginu Helli í Hraðskákkeppni taflfélaga en dregið var í gær. Þetta verður erfið viðureign þar sem að Hellir er, að öðrum ólöstuðum, um þessar mundir sterkasta taflfélag landsins. Við munum gera okkar besta og reyna að mæta með okkar sterkasta lið til leiks og veita þeim harða keppni.

Úrslit Boðsmóts Hauka 4. umferð.

Aðeins 6 skákir voru tefldar sökum frestana, síðastliðið þriðjudagskvöld. Úrslit urðu eftirfarandi: A riðill Sigurður Sverrisson-Heimir Ásgeirsson 1-0 B riðill Stefán Már Pétursson-Ingi Tandri Traustason 1-0 Guðmundur Guðmundsson-Auðbergur Magnússon 0-1 C riðill Halldór Gunnar Haraldsson-Ragnar Árnason 0-1 Sverrir Þorgeirsson-Sveinn Arnarsson 1/2-1/2 Snorri Karlsson-Gísli Hrafnkelsson 1/2-1/2 Aðrar skákir í þessari umferð fara fram næstkomandi þriðjudagskvöld 24/8 […]

Sigur fyrir austan gegn UÍA

Þetta var fyrsti leikur okkar frá því að við komum frá Englandi. Við flugum til Egilsstaða, en leikurinn var færður til Eskifjarðar svo við keyrðum með rútu þangað. Við vorum staðráðnir í að sigra þennan leik því við ætlum að reyna að fara taplaust í gegnum þennan riðil. Við byrjuðum þó ekki leikinn fyrr en […]

Sigur í lokaleik

Í gær laugardag tóku Haukar á móti HK/Víking í 1.deild A.riðils kvenna á Ásvöllum. Þetta var lokaleikur beggja liða og þriðja viðureign þeirra á þessu sumri. Í þessari þriðju tilraun tókst Haukum að leggja HK/Víking að velli í fjörugum og spennandi leik. Lokatölur urðu 2-1 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 1-0 fyrir Hauka. […]

Þór Ak. – Haukar 0-0

Í dag fór fram leikur okkar manna og Þórsara á Akureyri. Við höfum því miður ekki mjög ítarlegar fréttir af leiknum sem stendur, en leikurinn endaði með markalausu jafntefli, sem verða að teljast mjög fín úrslit. Það sem helst bar til tíðinda úr leiknum er það að Daníel var rekinn af velli undir lok leiksins […]

Haukar-HK/Víkingur 14.ágúst

Á morgun laugardag fer fram síðasti leikur mfl.kv á íslandsmótinu í sumar. Þá fáum við HK/Víking í heimsókn. Þetta er kveðjuleikur erlendu leikmannana okkar, en Jennifer Lynn Crawford, Svetlana Prodanovic og Tatjana Safranj halda af landi brott um næstu helgi. Það er því von okkar að Haukamenn fjölmenni á völlinn og styðji við bakið á […]

Boðsmót Hauka heldur áfram.

Þá er komið að því að halda áfram með Boðsmót Hauka. 4. umferð fer fram þriðjudaginn 17/8 kl 19. Þeir sem tefla saman eru (hvítt á undan) 4.umf. 7-5 1-4 2-3 8-6 A flokkur: Jóhann Helgi – Sverrir Björnsson Þorvarður Ólafsson – Sigurbjörn Björnsson Sigurður Sverrisson – Heimir Ásgeirsson Stefán Freyr Guðmundsson – Páll Sigurðsson […]