2. Hvítur leikur og klárar!

Það er nú ekki planið hjá mér að hafa þetta allt endataflsþrautir, en mér datt í hug að reyna að hafa margar þeirra lærdómsríkar. Staðan drottning á móti hrók kemur alltaf upp af og til og maður hefur séð skákmenn klúðra þessu, með því að lenda annaðhvort í pattgildru, eða þá hreinlega að kunna ekki að vinna úr stöðuyfirburðunum.

Í þessari stöðu, sem svartur getur að ég held alltaf náð upp með bestu vörn, þvingar hvítur fram vinning í örfáum leikjum. Það má segja að þetta sé lykilstaða og kunni menn réttu tilfærsluna fara menn létt með að vinna þessa stöðu blindandi.

Til gamans má geta þess að í 1.umferð haustmóts TR í fyrra, fékk ég upp endataflið drottning gegn hrók á móti Guðna Stefáni Péturssyni (2030). Þar stefndi ég strax að því að ná upp grunnstöðunni sem við sjáum hér að ofan, en andstæðingur minn tapaði hróknum áður en að því kom.