19. Kiwanismót Eldborgar & Hauka

Á morgun, laugardag, fer fram 19. Kiwanismót Eldborgar & Hauka. Mótið fer fram á Ásvöllum, hefst klukkan 10:00 og lýkur klukkan 12:40. Á mótinu keppa krakkar úr 7.flokki karla og kvenna.

Liðin sem taka þátt eru Haukar, Grótta, FH og Stjarnan hjá strákunum og hjá stelpunum eru það Haukar, Grótta og FH sem leika.

Hver leikur er 1 x 15 mínútur og eru 5 leikmenn í hverju liði inná vellinum í einu, 4 útileikmenn og 1 markmaður. Markatala er ekki talin á mótinu.

Kiwanismótið er árlegt mót sem Kiwanisklúbburinn Eldborg og handknattleiksdeild Hauka hafa haldið fyrir krakka í 7.flokki. Mótið var haldið á Strandgötu fyrstu árin og var þá leikið á tveimur völlum. Þegar Ásvellir komu til sögunnar varð sú breyting að nú er spilað á fjórum völlum, tveimur hjá stelpunum og tveimur hjá strákunum.