100 ára afmælismót Hafnarfjarðar

Stórmót í handbolta – 100 ára afmælismót Hafnarfjarðar Í tilefni af 100 ára afmæli Hafnarfjarðarkaupstaðar hafa íþróttafélögin FH og Haukar ásamt Hafnarfjarðarbæ tekið höndum saman um að halda alþjóðlegt handboltamót. Auk heimaliðanna FH og Hauka taka þátt gestaliðin Valur og danska stórliðið Nordsjælland. Mótið fer fram dagana 28. – 30 ágúst og er leikið í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Hafnarfjarðarbær býður alla velkomna á mótið, aðgangur er ókeypis. Mótið verður sett kl. 16:45 fimmtudaginn 28. ágúst í Íþróttahúsinu við Strandgötu Komdu og sjáðu handbolta á heimsmælikvarða. Handboltakveðja, Hafnarfjarðarbær, FH og Haukar.

Fimmtudagur 28./8.
kl. 17:00 FH-Valur
kl. 19:00 Haukar -Nordsjælland
Föstudagur 29/8.
kl. 18:00 FH-Nordsjælland
kl. 20:00 Haukar-Valur
Laugardagur 30./8.
kl. 14:00 Nordsjælland- Valur
kl.16:00 FH-Haukar

*tekið af heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar