1. Lausn.

Jæja, þá er komið að því að birta lausnina á þessu athyglisverða biskupaendatafli frá því í síðustu viku.

Til að ná að knýja fram sigur þarf hvítur að koma svörtum í leikþröng, sem hann framkvæmir með eftirfarandi hætti.

1.Bh4-Kb6 2.Bf2+-Ka6

…..og nú kemur eini vinningsleikurinn!

3.Bc5!

Tekur d6 reitinn mikilvæga af svarta biskupnum og neyðir hann til að fara á slæman reit. Hvítur hefði ekki náð að bæta stöðuna hefði svartur náð að leika biskupnum óáreittur á milli reitanna h2 og d6, því á þeim reitum getur hvítur ekki ógnað honum með þeim leikvinningi sem síðar kemur í ljós.

3.-Bg3

Leikirnir 3.-Bf4 og 3.-Be5 leiða til sömu niðurstöðu.

4.Be7-Kb6 5.Bd8+-Kc6

Hvítu mennirnir standa nú á sömu reitum og í upphafi og svartur hefði örugglega óskað þess að sínir gerðu það líka. Nú heldur hvítur aftur af stað í sama ferðalagið og að þessu sinni með mun betri árangri.

6.Bh4!-Bh2

Af skiljanlegum ástæðum mátti svartur alls ekki drepa biskupinn.

7.Bf2-Bf4 8.Ba7-Bh2 9.Bb8-Bg1 10.Bg3-Ba7 11.Bf2

og vinnur.

Mjög lærdómsríkt dæmi! 🙂