Þórður Jón í Hauka

Doddi er kominn heim

Eftir tæpa ársdvöl hjá AGF hefur Þórður Jón Jóhannesson (Doddi) skrifað undir nýjan samning við Hauka.

Þórður Jón lenti í erfiðum meiðslum og gat því ekki beitt sér að fullu hjá AGF og því var ákveðið að ljúka því samstarfi. Sem betur fer bendir allt til þess að Þórður Jón sé að ná sér að fullu og verði orðin leikhæfur í júní. Haukar hafa átt gott samstarf við AGF og stefnt að því að halda því áfram og var viðskilnaður Þórðar Jóns og AGF á besta hátt. Þórður Jón kemur reynslunni ríkari aftur í raðir okkar og hlakkar öllum mikið til að sjá hann á ný á knattspyrnuvellinum.

Við búumst við miklu af Þórði Jóni í framtíðinni og haldist hann heill er öruggt að hann á framtíðina fyrir sér í boltanum – og aldrei að vita nema að hann haldi í framtíðinni á ný ævintýri í atvinnumennsku.

Við hjá knattspyrnudeildinni bjóðum hann velkominn til baka.