ÍSLANDSMEISTARAR 2002

Stelpurnar okkar unnu frábæran sigur á Stjörnunni í kvöld 19-18 á Ásvöllum og unnu þar með ÍSLANDSMEISTARATITILINN 2002. Leikurinn var æsispennandi og hin mesta skemmtun fyrir hina fjölmörgu áhorfendur sem lögðu leið sína á Ásvelli. Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með en stelpurnar okkar þó alltaf skrefinu á undan og komust í 10-6 í hálfleik. Þær byrjuðu seinni hálfleikinn betur og komust í 13-7, en þá tók Stjarnan við sér og náði að minnka í 13-10 og síðan að jafna 14-14. En þá kom kraftur í Haukaskvísur og þær ætluðu aldeilis ekki að gefa eftir og komust yfir 16-14 og höfðu yfirhöndina þar til yfir lauk. Leikurinn var eins og áður sagði æsispennandi og hin mesta skemmun og sýndi hvað handboltinn getur verið frábær íþrótt.Mörkin skiptust þannig: Harpa og Nína með 4 hvor, Hanna með 3, Brynja, Inga Fríða og Sandra með 2 hver og Sonja og Thelma með 1 hver. Vörnin frábær á köflum og Jenny góð í markinu á mikilvægum augnablikum. Við þökkum Stjörnunni fyrir úrslitaleikina og því miður fyrir þær varð annað liðið að tapa. Áhorfendur Hauka og Stjörnunnar hafa fjölmennt á leikina fimm og tekið virkan þátt á pöllunum og hafa þessir leikir án efa verið íslenskum handbolta til mikils framdráttar.Til hamingju Haukastelpur – þið eru frábærar og þið eruð ÍSLANDSMEISTARAR 2002.