Ísland-Sviss

Íslenska landsliðið fór á kostum í leiknum í dag er þeir hreinlega völtuðu yfir Svisslendinga sem áttu ekki roð í strákana okkar. Staðan í hálfleik var 15-9 og lauk leiknum með stórsigri okkar manna 33-22. Íslenska liðið var að spila einn sinn besta leik í fjölda ára, liðsheildin góð, vörnin frábær, markvarslan góð og sóknin fjölbreytt. Það var nánast sama hver kom inná, allir voru að skila sínu vel og aldrei var slakað á þrátt fyrir yfirburðastöðu allan leikinn. Svisslendingar áttu aldrei glætu í leiknum, voru hreinlega hakkaðir í spað af stórkostlegum Íslendingum.
Við Haukar erum að sjálfsögðu afar stoltir af okkar mönnum, Rúnar batt samana vörnina og stjórnaði henni eins og herforingi, Einar Örn mjög góður bæði í vörn og sókn, Halldór kom inná öðru hverju í leiknum og stóð sig mjög vel að vanda. Sama má segja um Aron og ekki má gleyma Bjarna Frosta sem átti góða innkomu í markið síðustu 10 mín.
Það var liðsheildin sem skóp þennan frábæra sigur og eru Íslendingar nú komnir í milliriðil sem byrjar á þriðjudag, þar sem þeir mæta Júgóslövum, Frökkum og Þjóðverjum.
Við óskum íslenska landsliðinu til hamingju með áfangann og óskum þeim góðs gengis í næstu leikjum. Áfram Ísland.