Ísland-Júgóslavía

Landsliðið okkar vann frábæran sigur á Júgóslavíu í dag. Leiknum lauk með stórsigri okkar manna 34-26. Staðan í hálfleik var 16-14 en í síðari hálfleik tóku strákarnir öll völd á vellinum og náðu mest 11 marka forystu og slökuðu aldrei á og skoruðu úr hverju hraðaupphlaupinum á eftir öðru. Bæði lið voru þung í byrjun, þreytumerki að sjá og mistök á báða bóga en okkar strákar hristu af sér slenið og náðu yfirhöndinni. Í síðari hálfleik settu þeir svo í gírinn, gáfu allt í botn og völtuðu yfir Júgóslava. Einbeitingin var fín og í raun ótrúlega góður leikur hjá strákunum eftir allt sem á undan er gengið. Hreint með ólíkindum þessi ofurmannlega orka sem býr í strákunum. Til hamingju með það sem komið er strákar.
Á morgun er leikur við Þjóðverja og verður hann næsta víst mjög erfiður. Við hvetjum alla til að fylgjast með leiknum í beinni á RÚV kl. 19.00 og senda styrk og góða strauma til strákanna.