ÍR-Haukar ESSÓdeild karla

Strákarnir unnu frábæran sigur 22-25 er þeir heimsóttu ÍR-inga í kvöld. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik, liðin skiptust á að skora en svo sigu Haukar framúr og komust í 10-13 en heimamenn náðu að minnka muninn rétt fyrir leikhlé í 11-13. ÍR-ingar skorðu fyrsta mark seinni hálfleiks en þá tóku okkar menn við sér og voru þetta 2 til 3 mörkum yfir, þar til heimamenn náðu að jafna 18-18. Okkar menn gáfu þá aftur í og náðu 2ja og 3ja marka forskoti sem ÍR-ingar náðu ekki brúa.
Fyrirliðinn Halldór var markahæstur með 9 mörk, Aron og Robertas voru með 4 hvor. Bjarni fór á kostum í markinu og varði vel yfir 20 skot.
Í lokin má geta þess að Birkir Ívar og Viggó voru í leikbanni og sátu því hjá okkur áhorfendum á pöllunum.
Glæsilegur sigur í kvöld og ljóst að strákarnir eru komnir á beinu brautina.

Þess er vert að geta að dómarar leiksins koma frá Bandaríkjunum og munu vera hér til að „æfa“ sig fyrir heimsmeistaramótið í janúar. Það er nokkuð ljóst að þeir eiga mikið verk fyrir höndum því ans margir dómar þeirra voru gjörsamlega óskiljanlegir.