Íþróttaleikskólinn fyrir börn 2-5 ára

Íþróttaskólinn er á fullu Íþróttaleikskólinn fyrir börn 2-5 ára hófst í byrjun vikunnar hjá okkur og hefur gengið ótrúlega vel. Mikil ánægja er á meðal barnanna, foreldra þeirra og starfsmanna námskeiðisins. Vikan hefur verið mjög fjölbreytt og eitthvað við allra hæfi og má þar nefna þrautabraut, boltaþrautir, leiki o.fl.
Skráning fyrir næstu og þar næstu viku er þegar hafin hér inn á haukar.is en einnig er hægt að koma við á Ásvöllum milli 8-12 alla virka daga til að skrá sig.

Íþróttaskóli Hauka fyrir 2-5 ára (2009-2012).
Íþróttaskólinn verður í boði í 3 vikur þegar leikskólarnir fara í sumarfrí.
Námskeiðið verður í anda leikjaskóla barnanna sem er starfræktur á veturna hjá Haukum þar sem markmiðið er að börnin fái jákvæð og skemmtileg fyrstu kynni af ýmsum leikjum og íþróttum. 
Skólinn fer fram inni í íþróttasalnum Hauka að Ásvöllum. 
Foreldrar eru hjartanlega velkomnir að vera með börnum sínum

Yfirumsjón með  Íþróttaleikskólanum er í höndum Ragnheiðar Berg sem er útskrifuð með BSc-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík í Íþróttafræði. Hún hefur einnig starfað með leikjaskóla barnanna hjá Haukum auk þess að hafa mikla reynslu af þjálfum.

Námskeiðin eru haldin fyrir hádegi frá 9-12 frá 14.júlí til 31. júlí. 

Vika 1: 14-18.júlí – lokið
Vika 2: 21-25.júlí
Vika 3: 28-31.júlí (4.dagar)

Hver vika kostar 4.000kr nema þriðja og síðasta vikan sem er 4.daga þá kostar hún 3.200