Æfing mánudag

Sælar stelpur,

Á morgun 1. apríl er ekki æfing. Hins vegar verður æfing á mánudaginn á æfingatíma þe. kl. 17-18. Ég verð reyndar í Danmörku og mun Hildur Loftsdóttir (þjálfari 6fl. kvk) stjórna æfingunni. Á æfingunni eigið þið að skokka þrjá hringi taka 60 maga og armbeygjur og svo spila. Eftir æfingu eigið þið svo að skokka 2 hringi, teygja og svo er Páskafrí. Næsta æfing eftir páska er miðvikudaginn 11. apríl kl. 17:00.

Í Páskafríinu ættuð þið að fara út að hlaupa a.m.k. þrjá daga og skokka í 20-30 mín í hvert skipti. Einnig er hægt að fara í sund og synda í 20-30 mín. Munið svo að taka maga og armb. með.

Gleðilega Páska og verði duglegar að hreyfa ykkur.

kv. óli

Æfing mánudag

Sæl,

Í dag verður æfing úti, komið því vel klæddir með húfu og með vettlinga. Það er samt alltaf möguleiki á að fara inn í verstu hríðunum.

Vegna veikinda kemst ég ekki og því verða Helgi og Jón Hjörtur þjálfarar í dag.

kv. Óli