Æfing 29. mars

15 manns voru mættir á skákæfinguna í gærkveldi. Heimir og Þorvarður héldu uppteknum hætti og börðust um sigurinn, en þeir hafa verið að vinna æfingarnar á víxl undanfarið. Sverrir Þorgeirsson átti gott mót……….og þó………..hann er bara einfaldlega orðinn toppbaráttumaður á æfingunum!

Skemmtilegt atvik átti sér stað á æfingunni. Í miðju móti fékk undirritaður allt í einu þá flugu í höfuðið að kerfisröðunin hefði riðlast og gerði athugasemd við það. Ég áttaði mig ekki á því að Jón átti yfirsetu og því var allt samkvæmt áætlun. Við hlið mér sat hinn heyrnarlausi Baldur Snæhólm. Hann var ekki lengi að nota tækifærið og banka lauslega í höfuðið á mér í þeim tilgangi að athuga hvort einhver væri heima. Gaman af þessu! 🙂

1……Þorvarður Fannar Ólafsson….13,5 af 14
2……Heimir Ásgeirsson…………12,5
3……Sverrir Þorgeirsson……….11,5
4……Jón Magnússon…………….10,5
5-6….Auðbergur Magnússon…………9
5-6….Sveinn Arnarsson……………9
7……Grímur Ársælsson…………..8,5
8……Ingi Tandri Traustason………8
9……Kristján Ari Sigurðsson……..5
10-13..Baldur Snæhólm……………..4
10-13..Brynjar Ísak Arnarsson………4
10-13..Ragnar Árnason……………..4
10-13..Sverrir Gunnarsson………….4
14…..Arnar Jónsson………………2
15…..Rúnar Jónsson………………0

Þá var komið að hinni ómissandi liðakeppni. Liðskipan var eftirfarandi:

Lið A: Varði, Jón, Sveinn, Kristján, Sverrir G.
Lið B: Heimir, Sverrir Þ., Ingi, Ragnar, Baldur.

Til að gera langa sögu stutta, þá sigraði B-liðið örugglega 10-15.